Fara í efni

Umsókn um rekstur - sundlaugin á Sólgörðum

Málsnúmer 2006036

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 918. fundur - 10.06.2020

Lögð fram umsókn dagsett 2. júní 2020 frá Sótahnjúk ehf. um rekstur sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð tekur jákvætt í umsóknina og felur sveitarstjóra að boða forsvarsmenn á næsta fund ráðsins til viðræðna.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 919. fundur - 16.06.2020

Undir þessum dagskrárlið tóku forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa drög að samningi um leigu og umsjón sundlaugarinnar að Sólgörðum við Sótahnjúk ehf.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 920. fundur - 24.06.2020

Lögð fram drög að samningi á milli Sótahnjúks ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum. Samningurinn gildir til 31. desember 2023.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 921. fundur - 01.07.2020

Málið áður rætt á 920. fundi byggðarráðs þann 24. júní 2020. Lögð fram endurunnin drög að samningi á milli Sótahnjúks ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum. Samningurinn gildir til 31. desember 2023.
Samningsdrögin rædd og möguleikar á breytingum á þeim. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. um samninginn og þær athugasemdir sem þau gerðu við samningsdrögin fyrir fundinn.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 922. fundur - 08.07.2020

Málið síðast á dagskrá 921. fundar byggðarráðs þann 1. júlí 2020.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 923. fundur - 15.07.2020

Málið síðast á dagskrá 922. fundar byggðarráðs þann 8. júlí 2020.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.