Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Ólafur Bjarni Haraldsson, Byggðalistanum, tók þátt í dagskrá fundarins í gegnum fjarfundabúnað.
1.Ósk til byggðarráðs
Málsnúmer 2102229Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2021 frá Fiskmarkaði Íslands varðandi ósk um framlengingu á uppsagnarákvæði leigusamnings um fasteignina Háeyri 6 á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar sem fer með málefni Hafnarsjóðs Skagafjarðar.
2.Reglur um úthlutun lóða á Nöfum til skepnuhalds
Málsnúmer 2102234Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks. Byggðarráð samþykkir að senda drögin til umfjöllunar hjá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks.
3.Strenglögn í Skagafirði
Málsnúmer 2102198Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 5. febrúar 2021 frá RARIK varðandi strenglögn í Skagafirði ásamt samkomulagi um lagningu jarðstrengs í landi Reykjarhóls, L146060. Strengleið 2019-11001-0001.
Byggðarráð samþykkir lagningu jarðstrengs í landi Reykjarhóls, að uppfylltum öðrum skilyrðum um leyfisveitingu vegna framkvæmdarinnar.
Byggðarráð samþykkir lagningu jarðstrengs í landi Reykjarhóls, að uppfylltum öðrum skilyrðum um leyfisveitingu vegna framkvæmdarinnar.
4.Siðareglur starfsmanna
Málsnúmer 2102034Vakta málsnúmer
Lagðar fram siðareglur starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið siðareglna starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni við störf sín. Siðareglunum er ætlað að stuðla að því að starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sýni hver öðrum, íbúum og viðskiptavinum heiðarleika, virðingu, trúnað, góða þjónustulund og réttsýni.
Byggðarráð samþykkir siðareglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir siðareglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll
Málsnúmer 2102231Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðarflugvelli, 126. mál.
Byggðarráð styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeild að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
Byggðarráð styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeild að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
6.Samráð; Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð
Málsnúmer 2102166Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 43/2021, "Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð". Umsagnarfrestur er til og með 26.02.2021.
Fundi slitið - kl. 15:30.