Siðareglur starfsmanna
Málsnúmer 2102034
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 408. fundur - 17.03.2021
Lagðar fram siðareglur starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem samþykktar hafa verið af byggðarráði og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Markmið siðareglna starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni við störf sín. Siðareglunum er ætlað að stuðla að því að starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sýni hver öðrum, íbúum og viðskiptavinum heiðarleika, virðingu, trúnað, góða þjónustulund og réttsýni.
Framlagðar siðareglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum
Markmið siðareglna starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni við störf sín. Siðareglunum er ætlað að stuðla að því að starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sýni hver öðrum, íbúum og viðskiptavinum heiðarleika, virðingu, trúnað, góða þjónustulund og réttsýni.
Framlagðar siðareglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum
Byggðarráð samþykkir siðareglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.