Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki
Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer
Byggðaráð samþykkir í ljósi breyttra aðstæðna á fjármagnsmarkaði að leggja til við sveitarstjórn að horfið verði frá fyrri samþykkt um að framkvæmd byggingar nýs leikskóla á Sauðárkóki verði boðin út með þeim hætti að byggingaraðili byggi og leigi sveitarfélaginu skólann. Lánamarkaður til slíkra framkvæmda er nánast, ef ekki alveg, lokaður og sú leið því ekki fær. Byggðaráð telur að við þessar aðstæður sé rétt og hagkvæmast að sveitarfélagið fjármagni verkið og framkvæmi. Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn heimili allt að 500 m.kr. lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til framkvæmdarinnar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að bjóða völdum aðilum í Skagafirði að gera tilboð í verkið. Jafnframt samþykkir byggðráð að í verkskilmálum verði gert ráð fyrir að verklok verði 1. mars 2010. Í ljósi aðstæðna í atvinnu- og efnahagsmálum er mælst til þess að bjóðendur beini viðskiptum til þjónustuaðila í Skagafirði með það að leiðarljósi að ávinningur af framkvæmdinni verði eftir heima í héraði.
2.Umsókn um ársleyfi
Málsnúmer 0809074Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 449. fundar byggðarráðs. Umsókn frá Sigríði Sigurðardóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún óskar eftir eins árs náms- og rannsóknarleyfi á launum frá næstu áramótum. Menningar- og kynningarnefnd tók jákvætt í erindið á 33. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur menningar- og kynningarnefnd að gera tillögu að útfærslu en vísar erindinu að öðru leiti til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur menningar- og kynningarnefnd að gera tillögu að útfærslu en vísar erindinu að öðru leiti til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
3.Rekstrarupplýsingar jan-ágúst 2008
Málsnúmer 0810039Vakta málsnúmer
Áður á dagskrá 450. fundar byggðarráðs. Lagðar fram til kynningar að nýju rekstrarupplýsingar fyrir sveitarsjóð og stofnanir fyrir tímabilið janúar - ágúst 2008, þar sem viðmið eru öll samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008.
4.Lán eða lánsvilyrði frá Íbúðalánasjóði
Málsnúmer 0810048Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar dreifibréf til leiguíbúðafélaga sem fengið hafa lán eða lánsvilyrði frá Íbúðalánasjóði. Kynntar eru nýjar reglur sem tóku gildi frá 15. ágúst sl., um úthlutun vilyrða til almennra leiguíbúða.
5.Stytting þjóðvegar 1 í Skagafirði. Ný veglína
Málsnúmer 0809070Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Leið ehf. þar sem fram koma óskir um upplýsingar og gögn frá sveitarfélaginu er varða skipulagsmál þess. Byggðarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafulltrúa að svara bréfinu.
Fundi slitið - kl. 10:55.