Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2009. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun er fyrirhuguð í sveitarstjórn 18. desember og til þess að það geti gengið eftir þurfa nefndir að hafa skilað gaumgæfilega endurskoðuðum áætlunum fyrir byggðarráðsfund 15. desember 2009 ásamt endurskoðuðum gjaldskrám.
2.Aðalfundur 2008
Málsnúmer 0812015Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð 2008 Eyvindarstaðaheiðar ehf. Fundurinn verður haldinn 9. desember nk.
Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
3.Fyrirspurn um fyrirhugaðar framkvæmdir
Málsnúmer 0812009Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá samgönguráðuneytinu varðandi beiðni um upplýsingar vegna fyrirspurnar frá Alþingi. Óskar ráðuneytið eftir sundurliðuðum upplýsingum um verklegar framkvæmdir sem munu verða í gangi á vegum sveitarfélagsins á næsta ári eða eru líklegar til að vera í gangi, s.s. varðandi grunn- og leikskóla, samgöngumannvirki ofl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
4.Rekstrarupplýsingar jan.-okt. 2008
Málsnúmer 0812014Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins og stofnana pr. 31.10. 2008.
5.Eldri starfsmenn - akkur vinnustaða
Málsnúmer 0812003Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnumálastofnun þar sem kynntur er bæklingur frá verkefnisstjórn verkefnis sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.
Fundi slitið - kl. 12:01.