Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

494. fundur 26. október 2009 kl. 10:00 - 11:04 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fundur þingmanna NV-kjördæmis og sveitarstjórnarmanna

Málsnúmer 0910042Vakta málsnúmer

Undirbúningur fyrir fund með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og fulltrúum sveitarfélagana á Norðurlandi vestra sem haldinn verður á Hvammstanga þriðjudaginn 27. október nk. Sveitarstjóra falið að taka saman gögn til að afhenda þingmönnum í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu 2010.

Samþykkt að sveitarstjóri og fjármálstjóri leggi fram tillögu um innri leigu fyrir árið 2010 á næsta byggðarráðsfundi.

3.Stuðningur við Snorraverkefnið

Málsnúmer 0910073Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Snorrasjóði þar sem óskað er eftir styrk árið 2010 til Snorraverkefnisins.

Byggðarráð hafnar erindinu.

4.Uppsetning neyðarbúnaðar fyrir sjófarendur á Félagsheimilið Höfðaborg

Málsnúmer 0910058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Neyðarlínunni þar sem stofnunin óskar eftir að að koma upp fjarskiptabúnaði á Hofsósi, neyðarfjarskipti fyrir sjófarendur og setja á Félagsheimilið Höfðaborg en þar eru fjarskiptatæki fyrir.

Byggðarráð samþykkir að heimila uppsetninguna fyrir sitt leyti, en málið fer einnig fyrir byggingar- og skipulagsnefnd.

5.Viðskiptastaða vegna sölu Steinsstaðaskóla

Málsnúmer 0910034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá rekstrarsviði Fjársýslu ríkisins varðandi uppgjör á sölu Steinsstaðaskóla árið 2005.

6.Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti - Ósk um fund með ráðherra

Málsnúmer 0910089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf sveitarstjóra til dóms- og mannréttindaráðuneytis þar sem óskað er eftir fundi með ráðherrum dóms- og fjármála varðandi m.a. hugmyndir um kerfisbreytingar hjá sýslumannsembættum og dómstólum.

7.Áætluð úthlutun aukaframlaga Jöfnunarsjóðs 2009

Málsnúmer 0910075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áætluð úthlutun aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009. Áætlað er að sveitarfélagið fái rúmar 71 milljón krónur af 1.000 milljónum króna sem eru til skiptana.

8.Ágóðahlutagreiðsla 2009

Málsnúmer 0910043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla til sveitarfélagsins fyrir árið 2009 er kr. 10.068.000.

9.Forstjóraskipti hjá Landsvirkjun

Málsnúmer 0910057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Friðriki Sophussyni fráfarandi forstjóra Landsvirkjunar, þar sem hann kynnir starfslok sín og Hörð Arnarson eftirmann sinn.

Fundi slitið - kl. 11:04.