Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 492. fundur - 08.10.2009

Ræddur undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2010. Sveitarstjóri lagði fram áætlun um vinnutilhögun og dagsetningar varðandi fjárhagsáætlunargerð.

Byggðarráð samþykkir framlagða vinnutilhögun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 493. fundur - 15.10.2009

Sveitarstjóri kynnti drög að tillögu að fjárhagsrömmum fyrir málaflokka aðalsjóðs vegna ársins 2010.

Meirihluti byggðarráðs samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsrömmum fyrir málaflokka aðalsjóðs vegna ársins 2010, með áorðnum breytingum til nefnda.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki afstöðu til útsendra ramma á þessu stigi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 46. fundur - 19.10.2009

Rætt um fjárhagsáætlun 2010 og þann fjárhagsramma fyrir málaflokka aðalsjóðs sem byggðarráð hefur vísað út til nefnda.


Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 149. fundur - 20.10.2009

Farið yfir samþykkt byggðaráðs og ramma að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana.

Ákveðið að taka fjárhagsáætlun frístundamála fyrir á næsta fundi, þriðjudaginn 28. október, og félagsmála á aukafundi síðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 253. fundur - 20.10.2009

Afgreiðsla 493. fundar byggðarráðs staðfest á 253. fundi sveitarstjórnar með fimm atkvæðum.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Fulltrúar sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 253. fundur - 20.10.2009

Afgreiðsla 46. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 253. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 253. fundur - 20.10.2009

Afgreiðsla 492. fundar byggðaráðs staðfest á 253. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 41. fundur - 22.10.2009

Rætt um gerð fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 05, menningarmál. Samkvæmt ramma sem Byggðarráð hefur gefið út verður 5,28% niðurskurður á fjárveitingum til menningarmála.

Samþykkt að kalla fulltrúa Héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Byggðasafns á næsta fund til vinnu við fjárhagsáætlun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 494. fundur - 26.10.2009

Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu 2010.

Samþykkt að sveitarstjóri og fjármálstjóri leggi fram tillögu um innri leigu fyrir árið 2010 á næsta byggðarráðsfundi.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 150. fundur - 27.10.2009

Ramminn hljóðar uppá 261.000.000.- Við óbreyttar forsendur, verðbólguþróun, launahækkanir og rekstur nýs mannvirkis þyrfti málaflokkurinn að hækka verulega. Rekstur nýrrar sundlaugar á Hofsósi er áætlaður 11,3 milljónir á ári. Innri leiga í málaflokknum hækkar um tæpar 5 milljónir, launakostnaður og vörukaup um 2,6 milljónir. Frístundastjóri leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun sem rúmast innan rammans og felur í sér mikla hagræðingu í rekstri, hækkun á tekjum , lækkun á styrkjum og breytingu/skerðingu á þjónustu.

Lagt er til við Byggðaráð að 6,0 milljónir króna af styrk Framkvæmdasjóðs aldraðra til Húss frítímans verði notaðar til að ganga frá þeim verkþáttum sem ekki var lokið við áður en Húsið var opnað.

Jafnframt er óskað eftir því að þær 2 milljónir sem teknar voru úr rekstrinum og lagðar í stofnkostnað Hússins verði teknar af styrknum vegna rekstrarársins 2009.

Óskað er eftir því við Byggðaráð að innri leiga frá skóla til íþróttamannvirkis í Varmahlíð verði færð til samræmis við aðra grunnskóla í sveitarfélaginu.

Lagt er til við Byggðaráð að gjaldskrá 06 málaflokksins hækki um 5-10%.

Félags-og tómstundanefnd leggur til að opnunartími Sundlaugarinnar á Hofsósi verði virka daga frá kl. 7-11 og 17-20. Helgaropnun verði alls 8 klst. Nánari útfærsla falin íþróttafulltrúa.

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að draga úr styrkjum til æskulýðs-og íþróttamála um 2,3 milljónir. Jafnhliða er þess farið á leit við Byggðaráð að vísitölutengdur samningur við Flugu hf. verði endurskoðaður með það að markmiði að lækka kostnað til samræmis við lækkanir á öðrum styrkjum.

Félags-og tómstundanefnd telur að með þessu móti sé staðið vörð um grunnþjónustu í málaflokknum og vísar henni samhljóða til Byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 495. fundur - 30.10.2009

Unnið með gögn varðandi fjárhagsáætlun 2010. Bókun 150. fundar félags- og tómstundanefndar kynnt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 41. fundar menningar og kynningarnefndar staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 150. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 149. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 495. fundar byggðaráðs staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 494. fundar byggðaráðs staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 497. fundur - 12.11.2009

Unnið með fjárhagsáætlunargögn sem vísað hefur verið til ráðsins frá nefndum.

Byggðarráð hvetur þær nefndir sem eiga eftir að skila inn fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 að gera það hið fyrsta. Sveitarstjóra falið að vinna með sviðsstjórum, fari yfir áætlanir og fyrir næsta fundi liggi fyrir greinargerðir vegna áætlananna.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 41. fundur - 16.11.2009

Fjárhagsáætlun rædd og fyrirkomulag vinnunnar framundan.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 42. fundur - 23.11.2009

Farið yfir forsendur og gögn vegna fjárhagsáætlunar 2010.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 499. fundur - 26.11.2009

Sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu tillögu að fjárhagsáætlun 2010 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki afstöðu til fyrirliggjandi tillögu.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 44. fundur - 14.12.2009

Farið yfir breytingatillögu sem fer til annarrar umræðu fjárhagsáætlunar 2010.

Niðurstaða tilllögunar er lækkun á útgjöldum upp á rúmar 10 milljónir og betri afkoma A hluta sem nemur tæpum 7 milljónum, rúmum 5 milljónum verri staða á B hluta og þannig um 1.5 milljóna kr. betri staða samtals.

Tap á aðalsjóði verður því tæpar 17 milljónir og alls tap upp á 78 milljónir.

Kynntur listi yfir nýframkvæmdir, áætlað er að framkvæma upp á kr. 584 milljónir.

Sviðsstjórum falið að taka saman upplýsingar um fjölda stöðugilda á sínu sviði og útskýra þær breytingar sem verða milli ára.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Lögð fram fjárhagsáætlun 2010 fyrir sveitarsjóð og stofnanir hans.

Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðar 2.685 milljónir króna og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.630 milljónir króna. Fjármagnsliðir 138 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 83.073 þús.kr.

Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.057 milljónum króna, rekstrargjöldum án fjármagnsliða 2.866 milljónir króna og fjármagnsliðum 269 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 78.360 þús.krónur.

Fjárfesting samtals 584 milljónir króna og afborganir lána 216 milljónir króna og ný lántaka 495 milljónir króna.

Meirihluti byggðaráðs samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu sveitarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann er á móti fjárhagsáætluninni eins og hún liggur fyrir. Gísli Árnason óskar bókað að hann geti ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun og telur einnig að afgreiða hefði átt tillögu mína sem vísað var til byggðarráðs frá síðasta sveitarstjórnarfundi vegna erindis Hofsbótar ses.