Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Reykjavíkurflugvöllur
Málsnúmer 0809027Vakta málsnúmer
2.Léttfeti - styrkbeiðni
Málsnúmer 0809008Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Léttfeta, þar sem félagið óskar eftir framkvæmdastyrk að upphæð kr. 500.000 vegna lagfæringa og viðbóta við keppnisvöll félagsins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
3.Rekstrarupplýsingar janúar-júlí 2008
Málsnúmer 0809024Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-júlí 2008.
Byggðarráð óskar eftir skýringum frá sviðsstjórum sveitarfélagsins um ástæður fyrir mismun á rauntölum og fjárhagsáætlun viðkomandi málaflokka í rekstraryfirliti fyrir tímabilið janúar-júlí 2008.
Byggðarráð óskar eftir skýringum frá sviðsstjórum sveitarfélagsins um ástæður fyrir mismun á rauntölum og fjárhagsáætlun viðkomandi málaflokka í rekstraryfirliti fyrir tímabilið janúar-júlí 2008.
4.Hvítabjörn í Skagafirði
Málsnúmer 0806022Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar svarbréf við erindi sveitarfélagsins til umhverfisráðherra varðandi viðbragðsteymi vegna bjarndýra. Í bréfinu kemur fram að starfshópur var skipaður til að vinna tillögur um viðbrögð vegna hugsanlegra landtöku ísbjarna á Íslandi. Starfshópurinn hefur ekki skilað tillögum til ráðherra innan tilskilins frests. Ráðuneytið mun kynna niðurstöður starfshópsins þegar þær liggja fyrir.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar hugmyndum um flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki í öryggisneti landsmanna þar sem nálægðin við Landsspítala Háskólasjúkrahús er hvað mikilvægust Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu, viðskipta- , menningar- og menntalífi landsins, sem hefur meginstarfsemi í höfuðborginni, má ekki takmarka frekar en fjarlægðir gera nú þegar. Á það skal minnt að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og því hafa borgaryfirvöld skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. Skorað er á borgaryfirvöld og ríkisvaldið að kveða endanlega uppúr með staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í nágrenni miðborgarinnar og hefja nú þegar tímabærar framkvæmdir við nýja samgöngumiðstöð.