Hvítabjörn í Skagafirði
Málsnúmer 0806022
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 437. fundur - 05.06.2008
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar lögreglu og öðrum yfirvöldum fyrir skjót viðbrögð vegna hvítabjarnarins er felldur var á Þverárfjalli. Telur byggðarráðið að viðbrögð hljóti ætíð að taka mið af því að vernda mannslíf. Byggðarráð fer jafnframt fram á að sveitarfélagið fái björninn til varðveislu er rannsóknum á honum og uppstoppun er lokið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 438. fundur - 19.06.2008
Byggðarráð mælist til við umhverfisráðherra að Hafíssetrinu á Blönduósi verði falin varðveisla á hvítabirninum sem felldur var við Hraun á Skaga í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í Hafíssetrinu er rekin öflug starfsemi og vel við hæfi að hvítabjörninn verði til sýnis þar. Jafnframt þakkar ráðið lögreglu og öðrum er tryggðu öryggi fólks á svæðinu. Þá er heimilisfólkinu að Hrauni þakkaður þeirra styrkur og þáttur í málinu öllu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Afgreiðsla 437. fundar byggðarráðs staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar 24.06.08 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Afgreiðsla 438. fundar byggðarráðs staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 439. fundur - 01.07.2008
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með umhverfisráðherra um stofnun viðbragðshóps á landsvísu vegna bjarndýra og aðstöðu fyrir búnað slíks hóps á Sauðárkróki.
Eins og flestum er kunnugt hafa tveir hvítabirnir gegnið á land á Skaga. Því hefur fylgt mikill viðbúnaður og starf sem heimamenn hafa leitt í samstarfi við umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Vegna þessa hefur orðið til þekking og reynsla sem mikilvægt er að nýta. Í ljósi þeirrar reynslu sem hefur skapast telur byggðaráð eðlilegt að viðbragðshópur vegna komu hvítabjarna verði staðsettur á Sauðárkróki í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggt verði á reynslu lögreglu, björgunarmanna, Náttúrustofu Norðurlands vestra, Umhverfisstofnunar ofl. og komið upp nauðsynlegum búnaði og áætlun unnin um viðbrögð. Byggðaráð óskar eftir samstarfi við Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun, lögreglu og Náttúrustofu Nlv. til að koma þessu í framkvæmd.
Eins og flestum er kunnugt hafa tveir hvítabirnir gegnið á land á Skaga. Því hefur fylgt mikill viðbúnaður og starf sem heimamenn hafa leitt í samstarfi við umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Vegna þessa hefur orðið til þekking og reynsla sem mikilvægt er að nýta. Í ljósi þeirrar reynslu sem hefur skapast telur byggðaráð eðlilegt að viðbragðshópur vegna komu hvítabjarna verði staðsettur á Sauðárkróki í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggt verði á reynslu lögreglu, björgunarmanna, Náttúrustofu Norðurlands vestra, Umhverfisstofnunar ofl. og komið upp nauðsynlegum búnaði og áætlun unnin um viðbrögð. Byggðaráð óskar eftir samstarfi við Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun, lögreglu og Náttúrustofu Nlv. til að koma þessu í framkvæmd.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 445. fundur - 11.09.2008
Lagt fram til kynningar svarbréf við erindi sveitarfélagsins til umhverfisráðherra varðandi viðbragðsteymi vegna bjarndýra. Í bréfinu kemur fram að starfshópur var skipaður til að vinna tillögur um viðbrögð vegna hugsanlegra landtöku ísbjarna á Íslandi. Starfshópurinn hefur ekki skilað tillögum til ráðherra innan tilskilins frests. Ráðuneytið mun kynna niðurstöður starfshópsins þegar þær liggja fyrir.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 233. fundur - 23.09.2008
Lagt fram á 233. fundi sveitarstjórnar 23.09.08.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008
Lagt fram erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra þar sem kynnt er að væntanlegur er í Skagafjörðinn í annað sinn, ísbjörninn sem veginn var við Þverárfjallið í vor. Er hann nú uppstoppaður og umhverfisvænni en áður og verður í umsjá náttúrustofunnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að finna dag til að viðhafa formlegri og vinalegri móttöku á bersa.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að finna dag til að viðhafa formlegri og vinalegri móttöku á bersa.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008
Afgreiðsla 449. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.