Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

435. fundur 22. maí 2008 kl. 10:00 - 10:40 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Leikfélag Sauðárkr.-styrkumsókn v.fasteignaskatts

Málsnúmer 0805070Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Leikfélagi Sauðárkróks um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2008. Með umsókninni fylgja fullnægjandi gögn skv. reglugerð sveitarfélagsins þar að lútandi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja leikfélagið um 70% af álögðum fasteignaskatti 2008.

2.Hátæknisetur Íslands ses - ársfundarboð

Málsnúmer 0805069Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um ársfund Hátækniseturs Íslands ses, sem verður haldinn í Verinu, Sauðárkróki, föstudaginn 30. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að Gunnar Bragi Sveinsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Jafnframt er samþykkt að Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson og Gísli Sigurðsson verði fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn. Ennfremur eru sveitarstjórnarfulltrúar hvattir til að mæta á fundinn.

3.Farskólinn - miðstöð símenntunar, aðalfundarboð

Málsnúmer 0805080Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, þriðjudaginn 27. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að Sigurður Árnason formaður fræðslunefndar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

4.Byggðastofnun- Ársfundur 2008

Málsnúmer 0805071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð um ársfund Byggðastofnunar 2008.

5.Aðalfundarboð Veiðifél. Sæmundarár og Veiðifél. Miklavatns

Málsnúmer 0805072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Veiðifélags Sæmundarár og Veiðifélags Miklavatns.

6.Aðalfundarboð Landssambands fiskeldisstöðva 2008

Málsnúmer 0805075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð um aðalfund Landssambands fiskeldisstöðva 2008

Fundi slitið - kl. 10:40.