Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðalgata 16 - Umsókn um styrk á móti greiðslu fasteignaskatta
Málsnúmer 0903022Vakta málsnúmer
2.Styrkumsókn - Trausti Sveinsson
Málsnúmer 0903110Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um styrk til klasaverkefnisins "Dalirnir - fjöllin - tröllin", frá Útilífsmiðstöðinni á Klaufabrekknadal ehf.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.
3.Umsókn um styrk vegna tónlistarveislu í Sæluviku
Málsnúmer 0903088Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Sigurpáli Aðalsteinssyni um styrk til fyrirhugaðrar tónlistarveislu 1. maí nk. í tilefni af Sæluviku.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
4.Aðalfundarboð Flugu hf 2009
Málsnúmer 0904001Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð Flugu ehf. sem verður haldinn 7. apríl 2009.
Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Páll Dagbjartsson fari með atkvæði Sveitarfél. Skagafjarðar á aðalfundi Flugu ehf.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Páll Dagbjartsson verði tilnefnd sem aðalfulltrúar sveitarfélagsins í stjórn og til vara Gunnar Bragi Sveinsson og Gunnar Rögnvaldsson.
Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Páll Dagbjartsson fari með atkvæði Sveitarfél. Skagafjarðar á aðalfundi Flugu ehf.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Páll Dagbjartsson verði tilnefnd sem aðalfulltrúar sveitarfélagsins í stjórn og til vara Gunnar Bragi Sveinsson og Gunnar Rögnvaldsson.
5.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009
Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar rekstrartölur fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess fyrir tímabilið janúar - febrúar 2009.
Byggðarráð beinir því til sviðsstjóra og forstöðumanna að fylgjast áfram vel með rekstrinum og að rekstrareiningar séu innan fjárhagsáætlunar á hverjum tíma.
Byggðarráð beinir því til sviðsstjóra og forstöðumanna að fylgjast áfram vel með rekstrinum og að rekstrareiningar séu innan fjárhagsáætlunar á hverjum tíma.
6.Samanburðargreining fyrir íslensk sveitarfélög
Málsnúmer 0903109Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá ParX Viðskiptaráðgjöf IBM varðandi samanburðargreiningu fyrir íslensk sveitarfélög.
Fundi slitið - kl. 10:51.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 70% af álögðum fasteignaskatti 2009 af fasteigninni Aðalgötu 16, sbr. 5. gr. reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr.
laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.