Umsókn um styrk vegna tónlistarveislu í Sæluviku
Málsnúmer 0903088
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009
Afgreiðsla 472. fundar byggðarráðs staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 39. fundur - 27.05.2009
Lögð fram umsókn frá Sigurpáli Aðalsteinssyni um styrk til tónlistarveislu sem haldin var 1. maí sl. í tilefni af Sæluviku. Byggðarráð vísaði erindinu til Menningar- og kynningarnefndar til umsagnar. Samkvæmt ákvörðun Menningar- og kynningarnefndar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2009 var ákveðið að úthluta ekki úr menningarsjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Menningar- og kynningarnefnd hefur því ekki fjármuni til að verða við þessu erindi.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 479. fundur - 03.06.2009
Umsókninni vísað af 472. fundi byggðarráðs til umsagnar menningar- og kynningarnefndar. Bókun 39. fundar menningar- og kynningarnefndar er á þann veg að nefndin hafi ekki fjármuni til að verða við þessu erindi.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 479. fundar byggðarráðs staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 39. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.