Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

482. fundur 25. júní 2009 kl. 09:00 - 11:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Engilráð Margrét Sigurðardóttir, skjalastjóri.
Dagskrá

1.Eigendafundur Norðurár bs 2009

Málsnúmer 0906017Vakta málsnúmer

Á eigendafundi Norðurár bs, sem haldinn var í Varmahlíð 15. júní 2009 var samþykkt að beina eftirfarandi tillögu stjórnar til aðildarsveitarfélaga Norðurár bs:
"Aðildarsveitarfélög Norðurár bs samþykkja að ráðist verði í gerð urðunarstaðar að Sölvabakka á forsendum þeirra gagna sem lögð eru fram á eigendafundi Norðurár bs 15. júní 2009. Jafnframt samþykkja sveitarfélögin að ábyrgjast þær lántökur, sem þarf að afla vegna stofnkostnaðar við gerð urðunarstaðarins.
Með samþykkt um að ráðast verði í verkefnið staðfestist leigusamningur um land til urðunar að Sölvabakka sem ein af forsendum þess."
Byggðarráð samþykkir tillögu Norðurár bs.

2.UB koltrefjar ehf.

Málsnúmer 0904049Vakta málsnúmer

Á stjórnarfundi UB koltrefja ehf 16. júní 2009 samþykkti stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um 10 millj. kr. að nafnverði, skv. heimild sem samþykkt var á aðalfundi 27. apríl 2009.
Sveitarfél. Skagafjörður er skráð fyrir 5 millj. króna hlut af 25 millj. kr. núverandi hlutafjár. Forkaupsréttur félagsins er því 2 millj. kr. að nafnverði og kaupverði.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en ítrekar beiðni um áfangaskýrslu um stöðu verkefnisins og að fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn UB koltrefja ehf. komi á fund ráðsins í næstu viku. Afgreiðslu frestað.

3.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009. Tillögurnar leiða til lækkunar rekstrarliða A-hluta fjárhagsáætlunar um 24.766.000,-, B-hluta um 10.234.000,- lækkun á rekstrarliðum fjárhagsáætlunar samstæðunnar samtals 35 millj. króna. Fjárfestingarliðir lækki um 117.279.000,-.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir framkomnar breytingartillögur.

Páll Dagbjartsson leggur fram bókun: "Ég tek ekki afstöðu til fyrirliggjandi breytingartillögu á fjárhagsáætluninni."

Bjarni Jónsson vísar til bókunar sinnar frá 3. júní sl.: "Undirritaður telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þessara tillagna um breytingar á fjárhagsramma málaflokka sem fyrir fundinum liggja."

Byggðarráð vísar endurskoðaðri fjárhagsáætlun til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Þriggja ára áætlun 2010-2012

Málsnúmer 0902071Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti tillögu að þriggja ára áætlun sveitarfélagins fyrir tímabilið 2010-2012.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til sveitarstjórnar til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 30. júní nk.
Síðari umræða fari fram á sveitarstjórnarfundi þriðjud. 7. júlí nk.

5.Kennslumagn 2009-2010

Málsnúmer 0905066Vakta málsnúmer

Úthlutun á kennslumagni fyrir grunnskólana fyrir skólaárið 2009-2010 var vísað til byggðarráðs til staðfestingar frá 48. fundi fræðslunefndar. Á fundinn kom Herdís A Sæmundardóttir fræðslustjóri.
Kennslukvóti fyrir skólaárið 2009-2010 er:
Árskóli 967 kest., Varmahlíðarskóli 410 kest., Grunnskólinn austan Vatna 375 kest., samtals 1.752 kennslustundir.
Byggðarráð samþykkir ofangreint kennslumagn.
Páll Dagbjartsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

6.Gjaldskrá Tónlistarskóla

Málsnúmer 0805067Vakta málsnúmer

Tillögu að gjaldskrá fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir skólaárið 2009/2010 var vísað til byggðarráðs til staðfestingar frá 48. fundi fræðslunefndar. Vegna vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 var afgreiðslu þessa liðar frestað á 479. fundi byggðarráðs 3. júní 2009.

Breytingartillagan felur fyrst og fremst í sér um 8% hækkun á almennri gjaldskrá ásamt hækkun á álagi á gjöld nemenda eldri en 20 ára úr 35% álagi á gjaldskrá í 75% álag á gjöld nemenda eldri en 22 ára.

Meirihluti byggðarráðs samþykkir breytingartillöguna fyrir sitt leyti.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að fulltrúi VG muni sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar í sveitarstjórn.

7.Stefnumótunarbæklingur Landsbjargar

Málsnúmer 0906063Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar Stefnumótunarbæklingur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, dags. í maí 2009.

Fundi slitið - kl. 11:30.