Fara í efni

Aðalfundur 27. apríl 2009

Málsnúmer 0904049

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 473. fundur - 24.04.2009

Aðalfundur UB koltrefja ehf er boðaður mánudaginn 27.4. kl. 11.30 á Hilton-Nordica hótelinu í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Snorri Styrkársson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Er hann jafnframt tilnefndur sem aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stjórn og Gunnar Bragi Sveinsson til vara.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 246. fundur - 05.05.2009

Afgreiðsla 473. fundar byggðarráðs staðfest á 246. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 475. fundur - 07.05.2009

Lögð fram fundargerð aðalfundar UB koltrefja ehf 2009 ásamt drögum að viðauka við hluthafasamkomulag um UB koltrefjar ehf frá 17. apríl 2008.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við hluthafasamkomulag um UB koltrefjar ehf frá 17. apríl 2008 og felur sveitartjóra að ganga frá málinu. Jafnframt óskar byggðarráð eftir áfangaskýrslu um stöðu verkefnisins og að fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn UB koltrefja ehf. komi á fund ráðsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Afgreiðsla 475. fundar byggðarráðs staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 482. fundur - 25.06.2009

Á stjórnarfundi UB koltrefja ehf 16. júní 2009 samþykkti stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um 10 millj. kr. að nafnverði, skv. heimild sem samþykkt var á aðalfundi 27. apríl 2009.
Sveitarfél. Skagafjörður er skráð fyrir 5 millj. króna hlut af 25 millj. kr. núverandi hlutafjár. Forkaupsréttur félagsins er því 2 millj. kr. að nafnverði og kaupverði.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en ítrekar beiðni um áfangaskýrslu um stöðu verkefnisins og að fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn UB koltrefja ehf. komi á fund ráðsins í næstu viku. Afgreiðslu frestað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 482. fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 483. fundur - 02.07.2009

Snorri Styrkársson, form. atvinnumálanefndar og fulltrúi sveitarfélagsins í UB Koltrefjum ehf. kom til fundar.
Fór hann yfir starfsemi UB koltrefja og lagði fram minnisblað um stöðu félagsins og helstu verkefni. Vék síðan af fundi.
Á stjórnarfundi UB koltrefja ehf 16. júní 2009 samþykkti stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um 10 millj. kr. að nafnverði, skv. heimild sem samþykkt var á aðalfundi 27. apríl 2009.
Sveitarfél. Skagafjörður er skráð fyrir 5 millj. króna hlut af 25 millj. kr. núverandi hlutafjár. Forkaupsréttur félagsins er því 2 millj. kr. að nafnverði og kaupverði.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér forkaupsréttinn og auka hlutafé sveitarfélagsins í UB koltrefjum. Upphæðin færist á fjárfestingalið aðalsjóðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 507. fundur - 25.02.2010

Lagt fram aðalfundarboð UB koltrefja ehf. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík 25. mars 2010. Einnig lagt fram bréf frá stjórn UB koltrefja ehf um 2,5 mkr. hlutafjáraukningu í félaginu skv. heimild frá aðalfundi félagsins 27. apríl 2009. Sveitarfélagið hefur forkaupsrétt á kr. 500.000 á nafnverði til 11. mars nk.

Byggðarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins í hlutafjáraukningunni (20%) að upphæð kr. 500.000. Fjármagn verður flutt af útgjaldalið byggðarráðs 21890, til þessarar fjárfestingar í aðalsjóði. Auk þess samþykkir byggðarráð að Snorri Styrkársson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Er hann jafnframt tilnefndur sem aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stjórn og Gunnar Bragi Sveinsson til vara.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Gunnar Bragi Sveinsson þakkar tilnefningu sína sem varamann á aðalfund félagsins, en leggur jafnframt til að Sigurður Árnason verði tilnefndur í sinn stað.

Tilnefningin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 507. fundar byggðaráðs staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.