Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Styrkbeiðni v. kaupa á bifreið f. Sambýli fatlaðra
Málsnúmer 0804081Vakta málsnúmer
2.Heilsustefna Íslendinga
Málsnúmer 0805035Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem kynnt er vinna við mótun Heilsustefnu og drög að aðgerðaráætlun út árið 2009 henni fylgjandi. Óskað er eftir samvinnu sveitarfélaga og aðila tengdum hinni eiginlegu heilbrigðisþjónustu.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu til Fræðslunefndar og Félags- og tómstundanefndar en gerir jafnframt athugasemdir við stuttan fyrirvara vegna kynningarfundar um málið.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu til Fræðslunefndar og Félags- og tómstundanefndar en gerir jafnframt athugasemdir við stuttan fyrirvara vegna kynningarfundar um málið.
3.Póstafagreiðsla í Varmahlíð
Málsnúmer 0805031Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem kynnt er að Íslandspóstur hf. hafi tilkynnt, í samræmi við 5.gr. reglna um staðsetningu, fyrirkomulag og öryggismál á afgreiðslustöðvum fyrir póstþjónustu nr. 504/2003, að fyrirtækið hyggist loka póstafgreiðslu fyrirtækisins í Varmahlíð. Samkvæmt 4.mgr. 5.gr. er Póst- og fjarskiptastofnun heimilt að leita umsagnar sveitarstjórna á þeim stöðum sem fyrirhugað er að leggja niður afgreiðslu. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um þau atriði sem talin eru upp í 2.mgr. 5.gr. reglnanna fyrir 21. maí 2008.
Byggðaráð mótmælir harðlega fyrirætlan Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Varmahlíð. Varmahlíð er einn af byggðakjörnum Skagafjarðar með um 140 íbúum og nokkrum fyrirtækjum. Þjónustusvæði póstafgreiðslunnar í Varmahlíð er hinsvegar mun stærra en þéttbýlið sjálft því hundruð manna og tugir fyrirtækja búa og starfa í næsta nágrenni. Þá hefur Varmahlíð verið vaxandi ferðamannastaður og áætlanir um mikla uppbyggingu á því sviði.
Ekki er sýnt fram á í bréfi Íslandspósts hvernig notendur póstþjónustunnar eiga að koma frá sér bréfum og bögglum. Einungis er sagt frá hvernig afhendingu verður háttað.
Þá má ekki gleyma því að Íslandspóstur er ríkisfyrirtæki í almannaþjónustu og yfirlýst stefna ríkisvaldsins að fjölga störfum á landsbyggðinni en ekki fækka. Lokun póstafgreiðslunnar í Varmahlíð þýðir fækkun opinberra starfa í Skagafirði og er í hrópandi mótsögn við starf nefndar forsætisráðherra um fjölgun starfa á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjörður leggst alfarið gegn því að póstafgreiðslunni í Varmahlíð verði lokað. Telur Byggðarráð skammsýni að loka póstafgreiðslu á svæði sem er í vexti.
Byggðaráð mótmælir harðlega fyrirætlan Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Varmahlíð. Varmahlíð er einn af byggðakjörnum Skagafjarðar með um 140 íbúum og nokkrum fyrirtækjum. Þjónustusvæði póstafgreiðslunnar í Varmahlíð er hinsvegar mun stærra en þéttbýlið sjálft því hundruð manna og tugir fyrirtækja búa og starfa í næsta nágrenni. Þá hefur Varmahlíð verið vaxandi ferðamannastaður og áætlanir um mikla uppbyggingu á því sviði.
Ekki er sýnt fram á í bréfi Íslandspósts hvernig notendur póstþjónustunnar eiga að koma frá sér bréfum og bögglum. Einungis er sagt frá hvernig afhendingu verður háttað.
Þá má ekki gleyma því að Íslandspóstur er ríkisfyrirtæki í almannaþjónustu og yfirlýst stefna ríkisvaldsins að fjölga störfum á landsbyggðinni en ekki fækka. Lokun póstafgreiðslunnar í Varmahlíð þýðir fækkun opinberra starfa í Skagafirði og er í hrópandi mótsögn við starf nefndar forsætisráðherra um fjölgun starfa á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjörður leggst alfarið gegn því að póstafgreiðslunni í Varmahlíð verði lokað. Telur Byggðarráð skammsýni að loka póstafgreiðslu á svæði sem er í vexti.
4.Dagur barnsins 25. maí 2008
Málsnúmer 0805023Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu um Dag barnsins, sem haldinn verður 25. maí nk. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlega dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð. Degi barnsins 25. maí hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu í Félags- og tómstundanefnd.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu í Félags- og tómstundanefnd.
5.Ungt fólk 2007 Framhaldsskólanemar, rannsókn
Málsnúmer 0805011Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf menntamálaráðuneytisins um niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2007 Framhaldsskólanemar.
Byggðarráð gerir athugasemd við stuttan fyrirvara í bréfasendingum frá ráðuneytinu.
Byggðarráð gerir athugasemd við stuttan fyrirvara í bréfasendingum frá ráðuneytinu.
6.Kynning á starfsemi Dögunar ehf
Málsnúmer 0805039Vakta málsnúmer
Þetta erindi var tekið fyrir á fundi byggðarráðs 2. nóvember 2007 og fóru fulltrúar byggðarráðs nú ásamt embættismönnum í heimsókn í fyrirtækið kl. 11 til að kynna sér starfsemina.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Kiwanisklúbbsins um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að bifreiðakaupunum.