Heilsustefna Íslendinga
Málsnúmer 0805035
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 38. fundur - 19.05.2008
Erindi frá heilbrigðisráðineytinu, Drög að heilsustefnu, dagsett 7. maí 2008. Vísað til Fræðslunefndar frá Byggðarráði 15. maí sl. Fræðslunefnd ályktar eftirfarandi: Drög að heilsustefnu heilbrigðisráðuneytisins er jákvætt skref í fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum. Þau atriði sem snúa að sveitafélögunum og skólunum eru í samræmi við það sem þegar er í gangi í sveitarfélaginu og því sem stefnt er að í drögum að skólastefnu sveitarfélagins og tekur nefndin því undir þær áherslur.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 125. fundur - 27.05.2008
Þau markmið sem kynnt eru í frumdrögum heilsustefnu Heilbrigðisráðuneytisins falla ágætlega að þeim markmiðum sem unnið er eftir í verkefninu ,,Allt hefur áhrif-einkum" við sjálf sem Sveitarfélagið Skagafjörður er þátttakandi í í samvinnu við Lýðheilsustöð.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Afgreiðsla 125. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu til Fræðslunefndar og Félags- og tómstundanefndar en gerir jafnframt athugasemdir við stuttan fyrirvara vegna kynningarfundar um málið.