Fara í efni

Heilsustefna Íslendinga

Málsnúmer 0805035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 434. fundur - 15.05.2008

Lagt fram bréf frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem kynnt er vinna við mótun Heilsustefnu og drög að aðgerðaráætlun út árið 2009 henni fylgjandi. Óskað er eftir samvinnu sveitarfélaga og aðila tengdum hinni eiginlegu heilbrigðisþjónustu.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu til Fræðslunefndar og Félags- og tómstundanefndar en gerir jafnframt athugasemdir við stuttan fyrirvara vegna kynningarfundar um málið.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 38. fundur - 19.05.2008

Erindi frá heilbrigðisráðineytinu, Drög að heilsustefnu, dagsett 7. maí 2008. Vísað til Fræðslunefndar frá Byggðarráði 15. maí sl. Fræðslunefnd ályktar eftirfarandi: Drög að heilsustefnu heilbrigðisráðuneytisins er jákvætt skref í fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum. Þau atriði sem snúa að sveitafélögunum og skólunum eru í samræmi við það sem þegar er í gangi í sveitarfélaginu og því sem stefnt er að í drögum að skólastefnu sveitarfélagins og tekur nefndin því undir þær áherslur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008

Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 125. fundur - 27.05.2008

Þau markmið sem kynnt eru í frumdrögum heilsustefnu Heilbrigðisráðuneytisins falla ágætlega að þeim markmiðum sem unnið er eftir í verkefninu ,,Allt hefur áhrif-einkum" við sjálf sem Sveitarfélagið Skagafjörður er þátttakandi í í samvinnu við Lýðheilsustöð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008

Afgreiðsla 125. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008

Afgreiðsla 38. fundar fræðslunefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.