Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

592. fundur 10. maí 2012 kl. 09:00 - 10:26 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um styrk 2012

Málsnúmer 1112128Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir stjórnarmaður í sjálfseignarstofnuninni Sögusetri íslenska hestsins kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið, til viðræðu um setrið.

2.Landstólpi - árleg tilnefning

Málsnúmer 1205039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Byggðastofnun, þar sem auglýst er eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2012.

Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigríði Káradóttur og Gunnstein Björnsson fyrir hönd fyrirtækisins Sjávarleðurs ehf. á Sauðárkróki til viðurkenningarinnar.

3.Blöndulína 3 - athugasemd við frummatsskýrslu

Málsnúmer 1205010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Ólafs Margeirssonar til Skipulagsstofnunar, varðandi Blöndulínu 3 - Athugasemdir við frummatsskýrslu, dagsett í mars 2012.

4.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-mars 2012.

5.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 24. apríl 2012 lögð fram til kynningar á 592. fundi byggðarráðs, ásamt ályktun stjórnar SSNV vegna frumvarpa til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald.

Fundi slitið - kl. 10:26.