Fara í efni

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

26. fundur 19. nóvember 2020 kl. 12:00 - 13:11 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Þorvaldur Gröndal Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Jóhanna Ey Harðardóttir sat fundinn. Einnig tóku Herdís Á. Sæmundardóttir og Þorvaldur Gröndal þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

1.Sundlaug Sauðárkróks - 2. áfangi

Málsnúmer 2011087Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson fór yfir væntanlegar framkvæmdir annars áfanga við byggingu Sundlaugar Sauðárkróks. Fram kom að útboðsgögn vegna jarðvegsvinnu eru tilbúin og verður verkið boðið út á næstu dögum.

2.Sundlaug Sauðárkróks - framkvæmdakostnaður

Málsnúmer 2011088Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri fór yfir framkvæmdakostnað fyrri áfanga byggingar Sundlaugar Sauðárkróks. Verkið fór nokkuð fram úr fjárhagsáætlun ársins.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks óskar eftir því við byggðarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 39 milljónir króna vegna framkvæmdarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:11.