Fara í efni

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

30. fundur 16. júní 2021 kl. 11:00 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Þorvaldur Gröndal Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Sundlaug Sauðárkróks - 2. áfangi

Málsnúmer 2011087Vakta málsnúmer

Á 29. fundi byggingarnefndar 21. apríl sl. var sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að undirbúa útboð viðbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks þar sem verkinu yrði áfangaskipt og verktími lengdur frá fyrra útboði.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf. kynntu tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda við seinni hluta endurbóta og uppbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks.
Byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:30.