Á 29. fundi byggingarnefndar 21. apríl sl. var sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að undirbúa útboð viðbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks þar sem verkinu yrði áfangaskipt og verktími lengdur frá fyrra útboði. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf. kynntu tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda við seinni hluta endurbóta og uppbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks. Byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf. kynntu tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda við seinni hluta endurbóta og uppbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks.
Byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.