Eyvindarstaðaheiði ehf.
Eyvindarstaðaheiði ehf
Fundargerð stjórnarfundar - 1
Stjórnar fundur Eyvindastaðaheiðar ehf., haldinn á skrifstofu KPMG Sauðárkróki 22. Júní 2015 kl: 14:30.
Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson.
Dagskrá.
- Kostningar
- Vegamál
- Auglýsing vegna girðingar
- Frágangur fundagerða
- 1. Kostningar.
Samþykkt að Valgerður Kjartansdóttir verði áfram formaður stjórnar, Einar E Einarsson ritari, Tryggvi Jónsson gjaldkeri og aðrir meðstjórnendur.
- 2. Vegamál
Rætt um vandamál og slæma meðferð sem verður á þeim vegum sem félagið viðheldur þegar farið er að fara um þá af ferðamönnum áður en þeir hafa þornað nægjanlega. Smára falið að ræða við Vegagerðina um möguleikann á að hafa vegina lokaða með skilti þar til þeir séu orðnir færir vegna aurbleytu að vori.
- 3. Auglýsing
Samþykkt að Valgeður geri drög að auglýsingu vegna rifa á Böndugirðingu. Ákveðið að auglýsingin verði birt í Bændablaðinu og Feyki.
- 4. Frágangur fundagerða
Samþykkt að framvegis verði fundargerð rituð í tölvu en staðfesting manna á mætingu á fundinn verði gerð í fundargerðabók.
Fundi slitið kl. 15:30
Valgerður Kjartansdóttir (sign)
Smári Borgarsson (sign)
Einar E Einarsson (sign)
Jakob Sigurjónsson (sign)
Tryggvi Jónsson (sign)