Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

184. fundur 18. apríl 2012 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Tómas Broddason ritari
Dagskrá
Gunnar Sandholt og Aðalbjörg Hallmundsdóttir sátu fundinn undir lið 4 á dagskránni

1.Laun í vinnuskóla 2012

Málsnúmer 1204145Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir fyrirlagða áætlun um laun í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar sumarið 2012 enda er hún í samræmi við það sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið.

Tímalaun með orlofi verða sem hér segir:

7. bekkur kr. 361, heildartímar 40

8. bekkur kr. 413, heildartímar 120

9. bekkur kr. 491, heildartímar 180

10. bekkur kr. 620, heildartímar 240

2.V.I.T. atvinnuátak 16-18 ára 2012

Málsnúmer 1203244Vakta málsnúmer

Félags og tómstundanefnd felur frístundastjóra að vinna áfram í því að tryggja öllum börnum 16-18 ára í sveitarfélaginu atvinnu í sumar.

3.Samningur um afnot og stuðning við rekstur Reiðhallar

Málsnúmer 1201106Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við drög að samningi við Flugu ehf. um rekstur reiðahallarinnar Svaðastaða.

4.Umsókn um endurnýjun leyfis Aðalbjargar Sigfúsdóttur til vistunar barna í heimahúsi.

Málsnúmer 1203211Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir endurnýjun leyfis til daggæslu fyrir fimm börn samkvæmt reglugerð um daggæslu barna á einkaheimilum.

Fundi slitið - kl. 09:00.