Fara í efni

Samningur um afnot og stuðning við rekstur Reiðhallar

Málsnúmer 1201106

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 580. fundur - 26.01.2012

Lagður fram samningur á milli Flugu ehf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu og umsagnar félags- og tómstundanefndar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 182. fundur - 31.01.2012

Félags-og tómstundanefnd gerir athugasemd við tengingu neysluvísitölu inní samningi við Flugu og leggur til að það verði endurskoðað og tekið út strax um næstu áramót. Einnig gerir nefndin athugsemd við að úthlutun tíma til íþróttastarfs sé bundin eingöngu við hestamannafélögin.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 580. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 182. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 184. fundur - 18.04.2012

Félags-og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við drög að samningi við Flugu ehf. um rekstur reiðahallarinnar Svaðastaða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 590. fundur - 26.04.2012

Lagður fram til staðfestingar samningur á milli Flugu ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki, tímabilið frá 1. janúar 2012 til og með 31.12. 2016. Samningurinn var samþykktur á 184. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð staðfestir samninginn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Forseti bar samninginn sérstaklega upp til samþykktar og var hann samþykktur með níu atkvæðum.

Afgreiðsla 590. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 184. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.