Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

175. fundur 19. ágúst 2011 kl. 16:00 - 16:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Ingvar Björn Ingimundarson varam. áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Sameiginleg barnaverndarnefnd

Málsnúmer 1106072Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga stjórnar SSNV ásamt greianrgerð um sameiginlega barnaverndarnefnd á Norðurlandi vestra. Byggðarráð vísaði málinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar.

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar tekur jákvætt í hugmyndina um sameiginlega barnaverndarnefnd en telur að ræða þurfi útfærsluna nánar.

Ef farin yrði þessi leið er mikilvægt að fagleg og rekstrarleg markmið séu skýr og tilnefningar í nefndina taki mið af faglegum sjónarmiðum frekar en svæðislegum og pólitískum.

Nefndin mælir með að ákvörðun í málinu verði frestað og því vísað til umsagnar félagsmálastjóranna á svæðinu varðandi nánari útfærslu áður en ákvörðun er endanlega tekin.

Fundi slitið - kl. 16:50.