Fara í efni

Sameiginleg barnaverndarnefnd

Málsnúmer 1106072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 557. fundur - 23.06.2011

Stjórn SSNV leggur til við aðildarsveitarfélögin að stofnuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélagana. Kosið verði í nefndina á 19. ársþingi SSNV og taki nefndin til starfa 1. janúar 2012. Þá samþykkti stjórn að vísa tillögunni til afgreiðslu 19.ársþings. Félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Erindið sent til barnavernda- og félagsmálanefndar til umsagnar.

Barnaverndarnefnd - 149. fundur - 19.08.2011

Barnaverndarnefnd Skagafjarðar hefur rætt tillögu stjórnar SSNV um eina sameiginlega barnaverndarnefnd fyrir Norðurland vestra.

Nefndin telur ekki tímabært að taka ákvörðun nú um sameiginlega nefnd enda þurfi að undirbúa slíka aðgerð betur en gert er í fyrirliggjandi skýrslu stjórnar SSNV sem fylgdi tillögunni. Nefndin telur fjárhagslegan og faglegan ávinning af sameiningu ekki ljósan. Nefndin telur að málið þurfi frekari meðferð innan aðildarsveitarfélaga SSNV.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 175. fundur - 19.08.2011

Fyrir liggur tillaga stjórnar SSNV ásamt greianrgerð um sameiginlega barnaverndarnefnd á Norðurlandi vestra. Byggðarráð vísaði málinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar.

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar tekur jákvætt í hugmyndina um sameiginlega barnaverndarnefnd en telur að ræða þurfi útfærsluna nánar.

Ef farin yrði þessi leið er mikilvægt að fagleg og rekstrarleg markmið séu skýr og tilnefningar í nefndina taki mið af faglegum sjónarmiðum frekar en svæðislegum og pólitískum.

Nefndin mælir með að ákvörðun í málinu verði frestað og því vísað til umsagnar félagsmálastjóranna á svæðinu varðandi nánari útfærslu áður en ákvörðun er endanlega tekin.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 564. fundur - 25.08.2011

Málið áður á dagskrá 557. fundar byggðarráðs 23. júní 2011 og var bókun fundarins svohljóðandi: "Stjórn SSNV leggur til við aðildarsveitarfélögin að stofnuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélagana. Kosið verði í nefndina á 19. ársþingi SSNV og taki nefndin til starfa 1. janúar 2012. Þá samþykkti stjórn að vísa tillögunni til afgreiðslu 19.ársþings. Félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Erindið sent til barnavernda- og félagsmálanefndar til umsagnar."

Fyrir liggur eftirfarandi umsögn frá 175. fundi félags- og tómstundanefndar:

"Fyrir liggur tillaga stjórnar SSNV ásamt greinargerð um sameiginlega barnaverndarnefnd á Norðurlandi vestra. Byggðarráð vísaði málinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar. Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar tekur jákvætt í hugmyndina um sameiginlega barnaverndarnefnd en telur að ræða þurfi útfærsluna nánar. Ef farin yrði þessi leið er mikilvægt að fagleg og rekstrarleg markmið séu skýr og tilnefningar í nefndina taki mið af faglegum sjónarmiðum frekar en svæðislegum og pólitískum. Nefndin mælir með að ákvörðun í málinu verði frestað og því vísað til umsagnar félagsmálastjóranna á svæðinu varðandi nánari útfærslu áður en ákvörðun er endanlega tekin."

Umsögn 147. fundar barnaverndarnefndar er svohljóðandi:

"Barnaverndarnefnd Skagafjarðar hefur rætt tillögu stjórnar SSNV um eina sameiginlega barnaverndarnefnd fyrir Norðurland vestra. Nefndin telur ekki tímabært að taka ákvörðun nú um sameiginlega nefnd enda þurfi að undirbúa slíka aðgerð betur en gert er í fyrirliggjandi skýrslu stjórnar SSNV sem fylgdi tillögunni. Nefndin telur fjárhagslegan og faglegan ávinning af sameiningu ekki ljósan. Nefndin telur að málið þurfi frekari meðferð innan aðildarsveitarfélaga SSNV."

Niðurstaða félags- og tómstundanefndar verður kynnt fulltrúum á 19. ársþingi SSNV á morgun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 564. fundar byggðaráðs staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 175. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.