Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

195. fundur 22. maí 2013 kl. 09:00 - 09:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Þorvaldur Gröndal
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri
Dagskrá
Þorvaldur Gröndal gerðir grein fyrir undirbúningi vinnuskóla og sumarstarfs utan dagskrár.

1.Þjónustusamningur um slátt 2013

Málsnúmer 1305067Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við GSS um slátt á íþróttasvæðum. Upphæðin er 2.068.000 kr. og er til eins árs. Samningurinn staðfestur.

2.Rekstrarsamningur um golfvöllinn á Hlíðarenda

Málsnúmer 1305137Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um rekstur golfvallar til eins árs, kr. 2.800.000 sem er óbreyttur frá fyrra ári. Samningurinn staðfestur.

3.Umsókn um styrk til félags eldri borgara

Málsnúmer 1210024Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram tillögu að styrkjum til starfs eldri borgara í Skagafirði í samræmi við fjárhagsáætlun.
a) Rekstrarstyrkur til Félags eldri borgara í Skagafirði: 250.000 kr
b) Styrkur vegna samverustunda eldri borgara á Löngumýri 100.000 kr.
c) Styrkur til Félags eldri borgara á Hofsósi: 100.000 kr.
Samþykkt

4.Styrkbeiðni - vegna starfs eldri borgara á Löngumýri

Málsnúmer 1212036Vakta málsnúmer

Erindið samþykkt sbr. fyrri dagskrárlið.

Fundi slitið - kl. 09:40.