Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun félags- og tómstundanefndar 2014
Málsnúmer 1310267Vakta málsnúmer
Formaður kynnti ramma fyrir fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 02 og 06. Starfsmönnum falið að vinna áfram að tillögum að skiptingu á milli stofnana og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
2.Samningur um rekstur skíðasvæðis
Málsnúmer 1310268Vakta málsnúmer
Formaður kynnti drög að nýjum rekstrarsamningi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Nefndin samþykkir að leggja til orðalagsbreytingu í 4. grein á þann veg að á eftir orðinu upphæð komi ,,allt að" krónur 1.600.000. Félags- og tómstundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.
3.Áskorun frá sundlaugagestum
Málsnúmer 1310193Vakta málsnúmer
Lagðir voru fram undirskriftalistar frá gestum sundlaugarinnar á Sauðárkróki með ósk um að keyptur verði nýr infra-rauður hitaskápur í stað þess gamla sem er ónýtur. Í áskoruninni var einnig bent á lélegt ástand mannvirkisins, sérstaklega í búningsklefum. Félags- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið og þarfar ábendingar og samþykkir að vísa því til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.
4.Unglingalandsmót 2014
Málsnúmer 1309211Vakta málsnúmer
Formaður fór yfir þá vinnu sem hafin er að undirbúningi fyrir Landsmót unglinga sem haldið verður á Sauðárkróki 2014. Félags- og tómstundanefnd leggur áherslu á að mikilvægt er að hraða undirbúningsvinnu þannig að kostnaður og aðkoma sveitarfélagsins að öðru leyti liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar og aðra áætlunargerð.
5.Skýrsla Vinnuskóla, V.I.T. og Sumar-TÍM 2013
Málsnúmer 1310151Vakta málsnúmer
Forstöðumaður frístunda- og forvarnamála fór yfir starfsemi vinnuskóla og sumartím árið 2013. Nefndin þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
6.Skýrsla Húss frítímans og Friðar 2012-2013
Málsnúmer 1310172Vakta málsnúmer
Forstöðumaður frístunda- og forvarnamála fór yfir starfsemi Húss frítímans og Friðar árið 2013. Nefndin þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
7.Sumardvöl barna 2013
Málsnúmer 1310138Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Styrktarfélags fatlaðra og lamaðra um fjárframlag vegna sumardvalar barna úr sveitarfélaginu í Reykjadal sumarið 2013. Nefndin samþykkir að greiða hlut sveitarfélagsins að upphæð kr. 187.600.- Greiðist af gjaldalið félagslegrar liðveislu vegna barna.
8.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók
Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer
Samþykkt fjögur erindi frá þremur einstaklingum. Sjá trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 11:05.
Áheyrnarfulltrúi vék af fundi undir síðasta dagskrárlið, trúnaðarbók.
Gunnar M. Sandholt gerði grein fyrir umsóknum undir þeim lið.