Fara í efni

Samningur um rekstur skíðasvæðis

Málsnúmer 1310268

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 201. fundur - 28.10.2013

Formaður kynnti drög að nýjum rekstrarsamningi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Nefndin samþykkir að leggja til orðalagsbreytingu í 4. grein á þann veg að á eftir orðinu upphæð komi ,,allt að" krónur 1.600.000. Félags- og tómstundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 201. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Viggó Jónsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 641. fundur - 31.10.2013

Erindinu vísað frá 201. fundi félags- og tómstundanefndar, sem bókaði svohljóðandi: "Formaður kynnti drög að nýjum rekstrarsamningi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Nefndin samþykkir að leggja til orðalagsbreytingu í 4. grein á þann veg að á eftir orðinu upphæð komi ,,allt að" krónur 1.600.000. Félags- og tómstundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs".
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning, með ofangreindum breytingum á 4. grein, um skíðasvæði í Tindastóli sem gildir til ársins 2023.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 641. fundar byggðaráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.