Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára
Málsnúmer 1407046Vakta málsnúmer
Samkvæmt lögum ber sveitarfélaginu að setja sér jafnréttisstefnu til fjögurra ára í senn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Nefndin samþykkir að áætlun sú sem samþykkt var árið 2012 gildi áfram til næstu fjögurra ára, með breytumm tímasetningum þó. Nefndin ítrekar einnig að yfirstjórn, nefndum sveitarfélagsins og öllum stofnunum ber að vinna samkvæmt ákvæðum laganna og áætlunarinnar.
Nefndin leggur áherslu að skv. 3. lið áætlunarinnar ber að gera úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins haustið 2014.
Nefndin leggur áherslu að skv. 3. lið áætlunarinnar ber að gera úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins haustið 2014.
2.Sumardvöl barna í Reykjadal 2014
Málsnúmer 1409182Vakta málsnúmer
Samþykkt að greiða mismun dvalargjalds og kostnaðar vegna dvalar fatlaðra barna úr Skagafirði kr 187.600, -
3.Unglingalandsmót 2014 - staða mála
Málsnúmer 1407048Vakta málsnúmer
Verið er að leggja lokahönd á uppgjör og frágang að Unglingalandsmóti UMFÍ loknu. Félags- og tómstundanefnd vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu aðila sem lögðu sitt af mörkum til að gera landsmótið jafn glæislegt og raunin varð.
4.Erindisbréf ungmennaráðs Skagafjarðar
Málsnúmer 1409248Vakta málsnúmer
Lögð voru fram til kynningar drög að samþykktum fyrir Ungmennaráð Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að taka drögin til umfjöllunar aftur á næsta fundi.
5.Reglur um akstur frístundastrætó í dreifbýli
Málsnúmer 1409247Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að reglum fyrir frístundastrætó. Reglurnar eru sambærilegar reglum um skólaakstur sem samþykktar voru á síðast ári. Nefndin samþykkir reglurnar.
6.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók
Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer
Afgreiddar 8 umsóknir. Samþykktar voru 8 en 1 hafnað. Sjá trúnaðarbók
Fundi slitið - kl. 14:45.
Herdís Á Sæmundardóttir vék af fundi eftir afgreiðslu 5. dagskrárliðar.
Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsrágjafi gerði grein fyrir trúnaðarmálum undir 6. dagskrárlið.