Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára
Málsnúmer 1407046
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 209. fundur - 08.07.2014
Sviðsstjóri kynnti ákvæði laga um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga. Unnið verður að samþykkt nýrrar áætlunar á næstu fundum nefndarinnar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014
Afgreiðsla 209. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 667. fundi byggðarráðs þann 10. júlí 2014 með þremur atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 210. fundur - 01.10.2014
Samkvæmt lögum ber sveitarfélaginu að setja sér jafnréttisstefnu til fjögurra ára í senn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Nefndin samþykkir að áætlun sú sem samþykkt var árið 2012 gildi áfram til næstu fjögurra ára, með breytumm tímasetningum þó. Nefndin ítrekar einnig að yfirstjórn, nefndum sveitarfélagsins og öllum stofnunum ber að vinna samkvæmt ákvæðum laganna og áætlunarinnar.
Nefndin leggur áherslu að skv. 3. lið áætlunarinnar ber að gera úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins haustið 2014.
Nefndin leggur áherslu að skv. 3. lið áætlunarinnar ber að gera úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins haustið 2014.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014
Afgreiðsla 210. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 223. fundur - 07.09.2015
Samþykkt að uppfæra jafnréttisáætlun sem samþykkt var í október 2014 og gildir til 2016 og senda hana á forstöðumenn starfsstöðva og nefndir sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 223. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 224. fundur - 02.11.2015
Bryndís Lilja Hallsdóttir mætti á fundinn. Hún og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir tillögu að uppfærðri jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og leggja til að hún gildi til 2018. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Lögð fram jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2014-2018 sem samþykkt var á 224. fundi félags-og tómstundanefndar 2. nóvember 2015 og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Jafnréttináætlun 2014-2018, borin upp til afgreiðslu, samþykkt með átta atkvæðum og vísað til annarrar umræðu í félags- og tómstundanefnd.
Jafnréttináætlun 2014-2018, borin upp til afgreiðslu, samþykkt með átta atkvæðum og vísað til annarrar umræðu í félags- og tómstundanefnd.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 226. fundur - 23.11.2015
Erindinu vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn til annarar umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir og vísar henni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 48 "Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára." Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Erindinu vísað til félags- og tómstundanefndar, frá 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015, til annarar umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir og vísar henni til síðari umræðu sveitarstjórnar.
Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2014 -2018 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2014 -2018 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.