Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2015 félagsþjónusta
Málsnúmer 1411083Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02, félagsþjónustu. Nefndin samþykkir að vísa drögunum til byggðarráðs. Gunnar Sandholt sat fundinn undir þessum lið.
2.Fjárhagsáætlun 2015 gjaldskrár félagsþjónustu
Málsnúmer 1411084Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að hækka gjaldskrár félagsþjónustu sem hér segir:
Dagdvöl aldraðra um 3%, úr 1280 í 1320 krónur á dag.
Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar frá 1. janúar 2015 með 8% persónuálagi, kr. 2.430 í stað 2.219 kr. áður.
Viiðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum á mánuði eins og verið hefur.
Gunnar Sandholt sat fundinn undir þessum lið.
Dagdvöl aldraðra um 3%, úr 1280 í 1320 krónur á dag.
Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar frá 1. janúar 2015 með 8% persónuálagi, kr. 2.430 í stað 2.219 kr. áður.
Viiðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum á mánuði eins og verið hefur.
Gunnar Sandholt sat fundinn undir þessum lið.
3.Fjárhagsáætlun 2015 - Frístundasvið
Málsnúmer 1411024Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06, frístundaþjónustu. Nefndin samþykkir að vísa drögunum til byggðarráðs. Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir þessum lið.
4.Gjaldskrár 2015 frístunda- og íþróttamál
Málsnúmer 1411100Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki í Skagafirði frá og og með 1. janúar 2015.. Nefndin samþykkir að vísa drögunum til byggðarráðs. Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir þessum lið.
5.Opnunartími íþróttmannvirkja jól 2014
Málsnúmer 1411101Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að opnunartíma sundlauga yfir jól og áramót 2014. Nefndin samþykkir tillöguna. Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 11:00.