Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki
Málsnúmer 1501295Vakta málsnúmer
Indriði Einarsson sviðsstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki. Félags- og tómstundanefnd styður tillögur starfshóps um leið 1, límtréshús 75 x 55 m og mælir með að hún verði tekin til frekari skoðunar. Erindinu vísað til byggðarráðs.
2.Landsfundur jafnréttisnefnda okt 2015
Málsnúmer 1508141Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð landsfundar jafnréttisnefnda á Fljótdalshéraði 8. og 9.október 2015.
3.Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára
Málsnúmer 1407046Vakta málsnúmer
Samþykkt að uppfæra jafnréttisáætlun sem samþykkt var í október 2014 og gildir til 2016 og senda hana á forstöðumenn starfsstöðva og nefndir sveitarfélagsins.
4.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015
Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer
Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir 5 umsóknum. Skráð í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 15:20.
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi að loknum þriðja dagskrárlið.
Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat fundinn undir fjórða dagskrárlið.