Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

233. fundur 04. maí 2016 kl. 14:30 - 15:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Halla Ólafsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Gunnar Sandholt og Aðalbjörg Hallmundsdóttir sátu fundinn undir 1. og 2. lið og viku síðan af fundi. Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir 3. lið.

1.Umsókn um leyfi til daggæslu barna-Stefanía Ósk Pálsdóttir

Málsnúmer 1604180Vakta málsnúmer

Samþykkt bráðabirgðaleyfi til daggæslu barna á einkaheimili fyrir 4 börn.

2.Fjárhagsaðstoð 2016 Trúnaðarbók

Málsnúmer 1601321Vakta málsnúmer

Lögð fyrir 6 mál. Sjá Trúnaðarbók

3.Miðnætursund-Hofsósi

Málsnúmer 1604148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Auði Björk Birgisdóttur og Rúnari Páli Hreinssyni með ósk um að taka á leigu sundlaugina á Hofsósi frá og með haustinu 2016 vegna miðnætursunds. Umsækjendur hafa fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra vegna verkefnisins. Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að eiga fund með umsækjendum sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 15:50.