Fara í efni

Miðnætursund-Hofsósi

Málsnúmer 1604148

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 233. fundur - 04.05.2016

Tekið fyrir erindi frá Auði Björk Birgisdóttur og Rúnari Páli Hreinssyni með ósk um að taka á leigu sundlaugina á Hofsósi frá og með haustinu 2016 vegna miðnætursunds. Umsækjendur hafa fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra vegna verkefnisins. Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að eiga fund með umsækjendum sem fyrst.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 233. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 234. fundur - 08.06.2016

Til fundar við nefndina mættu Auður Björk Birgisdóttir og Rúnar Páll Hreinsson, Grindum, til að ræða umsókn sína um að halda miðnætursund í sundlauginni á Hofsósi.
Auður og Rúnar óska eftir samstarfi við sveitarfélagið, fyrir fyrirtæki sitt Infinity Blue, þar sem sveitarfélagið leggur sundlaugina til endurgjaldslaust í 9 mánuði til reynslu.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til Byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 745. fundur - 16.06.2016

Lagt fram bréf dagsett 11. apríl 2016 frá Auði Björk Birgisdóttur og Rúnari Páli Hreinssyni, Grindum um leigu á sundlauginni á Hofsósi undir starfsemi Miðnæturbaða haustið 2016. Erindinu vísað frá 234. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir bókun félags- og tómstundanefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 745. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 234. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 241. fundur - 02.03.2017

Kynnt ósk frá Infinity blue þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um starfsemi í sundlauginnni á Hofsósi. Nefndin óskar eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um aðsókn og rekstrartölur á tilraunatímanum frá í ágúst 2016. Auk þess að forstöðumaður frístunda- og íþróttamála afli upplýsinga um hliðstæða starfsemi annars staðar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 243. fundur - 06.04.2017

Vísað er til erindis fyrirtækisins frá 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að leigja sundlaugina á Hofsósi til miðnæturbaða frá 1. maí til 1. nóvember 2017. Nefndin samþykkir að leigja sundlaugina fyrir þá starfsemi sem verið hefur í lauginni hjá þessum aðila og felur sviðsstjóra og forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að ganga frá samningi þar að lútandi.