Miðnætursund-Hofsósi
Málsnúmer 1604148
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 233. fundur - 04.05.2016
Tekið fyrir erindi frá Auði Björk Birgisdóttur og Rúnari Páli Hreinssyni með ósk um að taka á leigu sundlaugina á Hofsósi frá og með haustinu 2016 vegna miðnætursunds. Umsækjendur hafa fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra vegna verkefnisins. Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að eiga fund með umsækjendum sem fyrst.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016
Afgreiðsla 233. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 234. fundur - 08.06.2016
Til fundar við nefndina mættu Auður Björk Birgisdóttir og Rúnar Páll Hreinsson, Grindum, til að ræða umsókn sína um að halda miðnætursund í sundlauginni á Hofsósi.
Auður og Rúnar óska eftir samstarfi við sveitarfélagið, fyrir fyrirtæki sitt Infinity Blue, þar sem sveitarfélagið leggur sundlaugina til endurgjaldslaust í 9 mánuði til reynslu.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til Byggðarráðs.
Auður og Rúnar óska eftir samstarfi við sveitarfélagið, fyrir fyrirtæki sitt Infinity Blue, þar sem sveitarfélagið leggur sundlaugina til endurgjaldslaust í 9 mánuði til reynslu.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til Byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 745. fundur - 16.06.2016
Lagt fram bréf dagsett 11. apríl 2016 frá Auði Björk Birgisdóttur og Rúnari Páli Hreinssyni, Grindum um leigu á sundlauginni á Hofsósi undir starfsemi Miðnæturbaða haustið 2016. Erindinu vísað frá 234. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir bókun félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir bókun félags- og tómstundanefndar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Afgreiðsla 745. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Afgreiðsla 234. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 241. fundur - 02.03.2017
Kynnt ósk frá Infinity blue þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um starfsemi í sundlauginnni á Hofsósi. Nefndin óskar eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um aðsókn og rekstrartölur á tilraunatímanum frá í ágúst 2016. Auk þess að forstöðumaður frístunda- og íþróttamála afli upplýsinga um hliðstæða starfsemi annars staðar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 243. fundur - 06.04.2017
Vísað er til erindis fyrirtækisins frá 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að leigja sundlaugina á Hofsósi til miðnæturbaða frá 1. maí til 1. nóvember 2017. Nefndin samþykkir að leigja sundlaugina fyrir þá starfsemi sem verið hefur í lauginni hjá þessum aðila og felur sviðsstjóra og forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að ganga frá samningi þar að lútandi.