Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

235. fundur 20. september 2016 kl. 13:00 - 15:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri, Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sat fundinn undir dagksrárliðum 1 og 2. Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir dagskrárliðum 1-4.

1.Málefni fatlaðs fólks á Nlv - Fundargerðir þjónusturáðs

Málsnúmer 1609085Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fór yfir fundargerð þjónusturáðs og gerði grein fyrir helstu áherslum í þjónustunni á Norðurlandi vestra.

2.Málefni fatlaðs fólks á Nlv. - rekstur 2016

Málsnúmer 1608029Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fjárhagsáætlun málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra fyrir árið 2016 og rekstrarstöðu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi

3.Rekstrarstaða félagsþjónustu 2016

Málsnúmer 1609244Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti rekstrarstöðu félagsþjónustunnar fyrstu átta mánaða ársins.

4.Beiðni um hjólabrettagarð

Málsnúmer 1508168Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf fjögurra ungmenna þar sem þeir óska eftir að sett verði upp svæði fyrir hjólabrettaiðkun. Nefndin felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að hafa samband við bréfritara og leggja fram tillögur fyrir nefndina til umræðu.

Þorvaldur Gröndal vék af fundi

5.Dagdvöl aldraðra sept 2016

Málsnúmer 1609235Vakta málsnúmer

Kynnt starfsemi Dagdvalar aldraðra. Lögð fram drög að reglum um dagdvöl, sem verða til umræðu á næstu fundum.

Elísabet Pálmadóttir forstöðumaður Dagdvalar aldraðra sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

6.Landsfundur Jafnréttisnefnda 2016

Málsnúmer 1606283Vakta málsnúmer

Gunnar Sandholt og Guðný Axelsdóttir sátu landsfund jafnréttisnefnda á Akureyri föstudaginn 16. september. Yfirskrift fundarins var jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var m.a. um jafnréttismál í stjórnsýslunni.

7.umsókn um leyfi til daggæslu barna á einkaheimili.

Málsnúmer 1606266Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir bráðabirgðaleyfi handa Lovísu Hlynsdóttur, Jöklatúni 12, til að starfa sem dagforeldri á heimili sínu. Leyfið gildir fyrir fjögur börn, að hennar eigin barni meðtöldu, til eins árs.

8.Fjárhagsaðstoð 2016 Trúnaðarbók

Málsnúmer 1601321Vakta málsnúmer

Tekin voru fyrir 15 mál og niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 15:15.