Fara í efni

Beiðni um hjólabrettagarð

Málsnúmer 1508168

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 707. fundur - 27.08.2015

Lagt fram bréf móttekið 21. ágúst 2015 frá Gunnari Þorleifssyni, Ásgeiri Braga Ægissyni, Óskari Halli Svavarssyni og Auðuni Elí Midfjord Jóhannssyni, 14 ára unglingum sem óska eftir að sveitarfélagið hlutist til með að setja upp hjólabrettagarð á Sauðárkróki fyrir þá sem vilja leika sér á hjólabrettum. Taka þeir fram að engin boðleg aðstaða sé fyrir hendi í dag.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til afgreiðslu félags- og tómstundanefndar og mælist til þess að nefndin verði í sambandi við bréfritara um hugmyndir þeirra til aðstöðunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 707. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 235. fundur - 20.09.2016

Lagt fram bréf fjögurra ungmenna þar sem þeir óska eftir að sett verði upp svæði fyrir hjólabrettaiðkun. Nefndin felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að hafa samband við bréfritara og leggja fram tillögur fyrir nefndina til umræðu.

Þorvaldur Gröndal vék af fundi

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 236. fundur - 01.11.2016

Erindi þetta var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar þar sem forstöðumanni frístunda- og íþróttamála var falið að leggja fram tillögur að hjólabrettagarði. Nefndin samþykkir að fela forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að vinna málið áfram og leita eftir samstarfi við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs með tilliti til staðsetningar o.þ.h.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 247. fundur - 10.11.2017

Lögð var fram tillaga um hjólabrettagarð á svæði sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki. Áætlaður kostnaður við framvkæmdina eru 6 milljónir króna. Á fjárhagsáætlun þessa árs var gert ráð fyrir þeim fjármunum. Haft hefur verið samráð við þá aðila sem sendu inn ósk um slíkan hjólabrettagarð um útfærslu garðsins. Félags- og tómstundanefnd fagnar því að framkvæmdin skuli vera í augsýn og samþykkir málið fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs og jafnframt er óskað eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 800. fundur - 16.11.2017

Lögð fram bókun 249. fundar félags- og tómstundanefndar varðandi hjólabrettagarð á svæði sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina eru 6 milljónir króna. Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir þeim fjármunum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við staðsetningu hjólabrettagarðsins að fengnum jákvæðum umsögnum sem óskað hefur verið eftir.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 125. fundur - 22.11.2017

Félags- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lóð skólans verði skipulögð með heildarhagsmuni skólans og íþróttahússins í huga.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 249. fundur - 30.11.2017

Lögð fram bókun fræðslunefndar frá 22.11.2017 vegna hjólabrettagarðs, en félags- og tómstundanefnd óskaði eftir umsögn fræðslunefndar vegna hjólabrettagarðs. Bókun fræðslunefndar var eftirfarandi:
,,Félags- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lóð skólans verði skipulögð með heildarhagsmuni skólans og íþróttahússins í huga." Félags-og tómstundanefnd leggur áherslu á að unnið verði hratt og vel að framgangi málsins.