Fara í efni

Dagdvöl aldraðra sept 2016

Málsnúmer 1609235

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 235. fundur - 20.09.2016

Kynnt starfsemi Dagdvalar aldraðra. Lögð fram drög að reglum um dagdvöl, sem verða til umræðu á næstu fundum.

Elísabet Pálmadóttir forstöðumaður Dagdvalar aldraðra sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 236. fundur - 01.11.2016

Lagðar fram að nýju tillögur að reglum um Dagdvöl. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Jafnframt var lagt fram bréf frá yfirlækni Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, Þorsteini Þorsteinssyni, þar sem hann lýsir brýnni þörf fyrir fjölgun rýma í Dagdvöl aldraðra, einkum og sér í lagi fyrir fólk með heilabilun. Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum sviðsins að sækja um fjölgun rýma til Velferðarráðuneytisins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016

Vísað til byggðarráðs frá 236. fundi félags- og tómstundanefndar reglum um dagdvöl aldraðra.

Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt tekur byggðarráð undir bókun félags- og tómstundanefndar varðandi fjölgun dvalarrýma.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 201,6 reglum um dagdvöl aldraðra.



Reglurnar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum. Jafnframt tekur sveitarstjórnar undir bókun byggðarráð varðandi fjölgun dvalarrýma.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 767. fundur - 08.12.2016

Lögð fram tillaga um breytingu á 3. gr. reglna um Dagdvöl aldraðra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Greinin var orðuð svo: „Notendur Dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og ákvörðunum sveitarstjórar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.“

Gerð er tillaga um að greinin verði svohljóðandi:

„Notendur Dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum sveitarstjórar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Notandi sem ekki nýtir rými sitt í Dagdvöl greiðir daggjald að frádregnu fæðisgjaldi enda óski hann eftir að halda plássinu.“

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 349. fundur - 14.12.2016

Vísað til afgreiðslu sveitarstjónar, frá 767. fundi byggðarráðs þann 8. desember 2016, þannig bókað:



"Lögð fram tillaga um breytingu á 3. gr. reglna um Dagdvöl aldraðra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Greinin var orðuð svo: ?Notendur Dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og ákvörðunum sveitarstjórar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.?



Gerð er tillaga um að greinin verði svohljóðandi:

?Notendur Dagdvalar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum sveitarstjórar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Notandi sem ekki nýtir rými sitt í Dagdvöl greiðir daggjald að frádregnu fæðisgjaldi enda óski hann eftir að halda plássinu.?



Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.