Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

261. fundur 26. nóvember 2018 kl. 15:00 - 17:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Bertína G. Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Þakkir frá UMFÍ vegna Landsmóta í Skagafirði 2018

Málsnúmer 1811056Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá UMFÍ þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er þakkað fyrir góða aðstöðu og móttökur á 28. Landsmóti UMFÍ og 8. Landsmóti UMFÍ 50 sumarið 2018. Í bréfinu er UMSS einnig þakkað fyrir góða framkvæmd og glæsilega umgjörð á mótinu. Öllum sjálfboðaliðum eru færðar hjartans þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf á öllum viðburðum á árinu.

2.Gjaldskrá 2019 - íþróttamannvirki

Málsnúmer 1811053Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir not af íþróttamannvirkjum frá og með 1. janúar 2019. Nefndin samþykkir gjaldskrárnar fyrir sitt leyti. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2019.

3.Gjaldskrá 2019 - Hús frítímans

Málsnúmer 1811055Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Húsi frítímans frá og með 1. janúar 2019. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2019.

4.Opnunartími sundlauga 2019

Málsnúmer 1810176Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja tvær tillögur um opnunartíma sundlauga í Skagafirði á árinu 2019, önnur frá fulltrúa Byggðalistans og hin frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Tillögurnar eru afar áþekkar og eru nefndarmenn sammála um útfærslu þeirra þannig að tekið sé tillit til sjónarmiða allra nefndarmanna. Nefndin leggur ríka áherslu á að fylgst verði með aðsókn í sundlaugarnar svo auðveldara sé að meta þörf um opnunartíma.

5.Hvatapeningar

Málsnúmer 1809366Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja tvær tillögur að hækkun hvatapeninga. Önnur frá fulltrúa VG í nefndinni sem leggur til að hvatapeningar hækki í 30.000 krónur.
Hin tillagan er lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og er svohljóðandi:
Lagt er til að hvatapeningar til eflingar tómstunda- og íþróttastarfs barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hækki úr 8.000 krónum í 25.000 krónur þann 1. janúar 2019.
Jafnframt mun Sveitarfélagið Skagafjörður hækka styrk sinn til aðildarfélaga UMSS um 1,2 milljónir króna á árinu 2019 gegn því að félögin hækki ekki æfingagjöld sín á árinu 2019.
Einnig er lagt til að hafnar verði viðræður við forsvarsmenn UMSS og félaga innan vébanda þess um breytt fyrirkomulag æfingagjalda og samspil hvatapeninga og styrkja.
Breytingarnar miði að því að samræma gjöld íþróttafélaganna sem og jafna möguleika og aðstæður barna til íþróttaiðkunar, ásamt því að efla faglegt starf íþróttafélaganna.
Fulltrúi VG fagnar því að hvatapeningar hækka verulega frá því sem nú er þótt hækkunin nemi ekki þeirri tölu sem hún lagði til og samþykkir tillögu meirihlutans. Nefndin er sammála um að mikilvægt sé að hvatapeningar létti undir með kostnaði heimilanna af tómstunda- og íþróttastarfi. Tillagan er samþykkt. Í kjölfar samþykktarinnar komu formaður og framkvæmdastjóri UMSS, Klara Helgadóttir og Thelma Knútsdóttir, til viðræðna við nefndina um útfærslu tillögunnar. Aðilar eru sammála um að vinna að framgangi hennar.
Thelma Knútsdóttir og Klara Helgadóttir sátu fundinn undir þessum lið.

6.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2019

Málsnúmer 1809249Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka 02, almenna og sértæka félagsþjónustu og 06, frístundaþjónustu, lagðar fram til seinni umræðu í nefndinni.
Félags og tómstundanefnd samþykkir áætlanirnar fyrir sitt leyti en ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er í málefnum fatlaðs fólks svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa.
Nefndin samþykkir áætlanirnar og vísar þeim til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar árið 2019.

7.Niðurstaða könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 1811095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Varasjóðs húsnæðismála um könnun sem gerð var á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017. Skýrslan inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar um stöðu húsnæðismála í Sveitarfélaginu Skagafirði. Nefndin óskar eftir samantekt úr skýrslunni um stöðu mála í Sveitarfélaginu Skagafirði og kynna á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:20.