Fara í efni

Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2020

Málsnúmer 1910115

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 270. fundur - 23.10.2019

Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Sviðsstjóri upplýsti að byrjað væri að vinna að rekstrar- og launaáætlunum fyrir stofnanir félags- og tómstundamála (02 og 06). Gert er ráð fyrir að fyrstu drög að skiptingu milli stofnana innan málaflokksins verði tilbúin fyrir fund byggðarráðs í lok mánaðarins. Í kjölfarið mun félags- og tómstundanefnd fá drögin í sínar hendur til fyrri umræðu.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 148. fundur - 23.10.2019

Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Sviðsstjóri upplýsti að byrjað væri að vinna að rekstrar- og launaáætlunum fyrir stofnanir fræðslumála. Gert er ráð fyrir að fyrstu drög að skiptingu milli stofnana innan málaflokksins verði tilbúin fyrir fund byggðarráðs í lok mánaðarins. Í kjölfarið mun fræðslunefnd fá drögin í sínar hendur til fyrri umræðu.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana 02 og 06 var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Fyrri umræða. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna áfram að áætluninni og leggja fyrir næsta fund.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 149. fundur - 07.11.2019

Fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál, málaflokk 04, var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Fyrri umræða. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna áfram að áætluninni og leggja fyrir næsta fund. Samþykkt.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 150. fundur - 19.11.2019

Fjárhagsáætlun fræðslumála 2020 lögð fram til seinni umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún er lögð fram fyrir sitt leyti. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna við gerð fjárhagsáætlunar 2020.


Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 272. fundur - 28.11.2019

Þorvaldur Gröndal og Guðrún Jónsdóttir sátu fundinn undir liðum 1, 2, 3, 5 og 6
Fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka 02, almenna og sértæka félagsþjónustu og 06, frístundaþjónustu, lagðar fram til seinni umræðu í nefndinni.
Félags og tómstundanefnd samþykkir áætlanirnar fyrir sitt leyti en ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er í málefnum fatlaðs fólks svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa.
Nefndin samþykkir áætlanirnar og vísar þeim til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna fyrir mikla og góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar árið 2020.