Aðgerðráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni
Málsnúmer 2106059
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 411. fundur - 09.06.2021
Lagður fram tölvupóstur dags. 4. júní 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ásamt bréfi forsætisráðherra og formanns sambandsins, er varða aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna- og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Málið var til kynningar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 970. fundur - 16.06.2021
Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 28. maí 2021, til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur á grundvelli áætlunarinnar ráðið forvarnarfulltrúa sem kemur til meðað styðja við skólaskrifstofur sveitarfélaganna við miðlun fræðslu og forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þá vinnur Menntamálastofnun að gerð fræðsluefnis fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla, sem ásamt íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundstarfi gegna lykilhlutverki við framkvæmd áætlunarinnar.
Sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytis og koma áætluninni til framkvæmdar.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur á grundvelli áætlunarinnar ráðið forvarnarfulltrúa sem kemur til meðað styðja við skólaskrifstofur sveitarfélaganna við miðlun fræðslu og forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þá vinnur Menntamálastofnun að gerð fræðsluefnis fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla, sem ásamt íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundstarfi gegna lykilhlutverki við framkvæmd áætlunarinnar.
Sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytis og koma áætluninni til framkvæmdar.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 169. fundur - 28.06.2021
Lagt fram til kynningar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 291. fundur - 30.06.2021
Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 293. fundur - 29.09.2021
Lagt fram erindi frá Forsætisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem ítrekað er fyrra erindi um skyldu sveitarfélaga til að formgera forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni með sérstöku forvarnarteymi sem starfa skal í skólum á öllum skólastigum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öllu tómstundastarfi. Forvarnaráætluninni fylgja 26 aðgerðir sem eru brotnar niður í sex meginþætti og eru ábyrgðaraðilar 18 talsins, þar á meðal skólaskrifstofur sveitarfélaga og skólastjórar grunn- og leikskóla. Gert er ráð fyrir þverfaglegu samstarfi um aðgerðir. Stýrihópur á vegum forsætisráðuneytisins fylgir áætluninni eftir og sett verður upp mælaborð sem uppfært er tvisvar á ári. Félags- og tómstundanefnd leggur mikla áherslu á að þessari áætlun verði hrint í framkvæmd með markvissum hætti og að hún nái til alls starfs þar sem unnið er með börn. Nefndin beinir því til sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma á fót teymi sem fylgir málinu eftir.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 16.02.2022
Fræðslusjóri upplýsti um að búið væri að stofna teymi í öllum grunnskólum Skagafjarðar í samræmi við Aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu áreiti. Aðgerðaáætlun þessi er sett í kjölfar þingsályktunar um efnið og kostað af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hýsir verkefnið og mun skipuleggja námskeið og útbúa fræðsluefni fyrir alla starfsmenn grunnskóla á Íslandi.