Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

297. fundur 14. desember 2021 kl. 15:00 - 16:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Guðrún Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir haustönn 2021

Málsnúmer 2109094Vakta málsnúmer

Kynntar voru reglur um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021. Styrkurinn er veittur af félagsmálaráðuneytinu og er afmörkuð og tímabundin ráðstöfun til að bregðast við áhrifum COVID-19. Upphæð styrksins getur numið allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn. Félags- og tómstundanefnd hvetur foreldra og forráðamenn til að kynna sér forsendur og viðmið styrksins og sækja um eftir atvikum.

2.Ábending v. frístundastarfs á Hofsósi

Málsnúmer 2112046Vakta málsnúmer

Rætt um starf félagsmiðstöðvar á Hofsósi. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að endurskoða starfið í samráði við nemendurna sjálfa, forráðamenn og starfsmenn grunnskólans. Nefndin samþykkir málið.

3.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer

Kynnt var fundargerð Ungmennaráðs frá 26. október s.l. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða Ungmennaráðinu til fundar í janúar n.k.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið dagskrár

4.Skipulag og starfsáætlun fjölskyldusviðs

Málsnúmer 2112078Vakta málsnúmer

Sviðstjóri kynnti skipulag sviðsins ásamt starfsáætlun næsta árs.
Erla Hrund Þórarinsdóttir vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

5.Trúnaðarbók félags- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 2102131Vakta málsnúmer

Tvö mál lögð fyrir nefndina. Öðru synjað og hitt samþykkt, fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 16:45.