Fara í efni

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir haustönn 2021

Málsnúmer 2109094

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 293. fundur - 29.09.2021

Frístundastjóri kynnti að frístundastyrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum, sem veittir eru af hálfu félagsmálaráðuneytisins, verða 25.000 krónur fyrir hvert barn til áramóta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald styrkjanna. Reglur sveitarfélagsins verða uppfærðar í samræmi við nýjar leiðbeiningar ráðuneytisins. Styrkir þessir koma til viðbótar við Hvatapeninga sveitarfélagsins.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 297. fundur - 14.12.2021

Kynntar voru reglur um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021. Styrkurinn er veittur af félagsmálaráðuneytinu og er afmörkuð og tímabundin ráðstöfun til að bregðast við áhrifum COVID-19. Upphæð styrksins getur numið allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn. Félags- og tómstundanefnd hvetur foreldra og forráðamenn til að kynna sér forsendur og viðmið styrksins og sækja um eftir atvikum.