Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir
Málsnúmer 2003113
Vakta málsnúmerUngmennaráð - 4. fundur - 02.03.2020
Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
4. fundur
2. mars 2020 kl. 15:45-17:00
Ráðhúsinu Sauðárkróki
Fundinn sátu:
Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir (fulltrúi FNV)
Víkingur Ævar Vignisson (fulltrúi FNV)
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Katrín Ösp Bergsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi Árskóla)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Starfsmaður ráðsins: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
1.
Ungmennaráð
a. Þorvaldur fór yfir reglur og hlutverk ráðsins. Ráðið sammála um að reglurnar þarfnist endurskoðunar þannig að skipunartíminn yrði lengri og að þess væri gætt að einunigs helmingur ráðsins væri að „ganga út“ hverju sinni.
b. Fundartímar fram að vori ræddir en samkvæmt núgildandi reglum á ráðið að hittast fjórum sinnum á skipunartíma sem ráðinu finnst of sjaldan, umræður um mál geta dregist óhóflega. Jafnframt getur liðið mjög langt á milli funda missi einhver úr fund. Nær væri að fjölga fundum í nýjum reglum. Fundatímar fram á vor ákveðnir, síðasti mánudagur í mánuði hverjum.
2.
Félagsstarf í frímínútum
a. Fulltrúar Varmahlíðarskóla töluðu um mikilvægi þess að aðstaða þeirra í frímínútum verði bætt, vantar sárlega poolborð og borðtennisborð. Fá tækifæri ýta þeim frekar í snjalltækin. Þorvaldur leggur fram áskorun á næsta fundi.
b. Búið að loka á skjávarpanotkun í frímínútum í Varmahlíðarskóla. Voru áður að nota skjávarpann til að spila Kahoot í frímínútum. Þorvaldur tekur að sér að kanna málið.
c. Fulltrúar FNV töluðu einnig um að þau skorti afþreyingu í frímínútum hjá sér. Fulltrúar skólans voru með hugmynd að staðsetningu. Nemendaráð skólans þarf að útbúa áskorun á skólann um úrbætur í þessu.
3.
Símabann GaV
a. Algjört bann við notkun síma í skólanum. Hefur komið ágætlega út. Fulltrúa skólans finnst þetta skila sér í meiri samskiptum við aðra nemendur.
4.
Körfuboltavöllur Varmahlíð
a. Fulltrúar Varmahlíðarskóla töluðu um hversu vel heppnuð framkvæmd nýs körfuboltavallar við skólann væri og hversu mikið hann væri notaður.
b. Fulltrúi GaV spurðist fyrir um hver staðan á velli fyrir Hofsós væri?
5.
Aparóla við GaV
a. Fulltrúi GaV velti því upp hvers vegna ekki væri búið að klára að setja upp aparólu við skólann á Hofsósi? Þorvaldur tekur að sér að kanna málið hjá framkvæmdasviði.
6.
Vinaliðar
a. Ekki sama fyrirkomulag með Vinaliðaleiki fyrir unglingana milli skólanna. Þorvaldur kannar muninn milli skóla er kemur að hádegisfrímínútum.
7.
Ungmennaþing
a. Mikill áhugi fyrir því að halda ungmennaþing ungs fólks í Sveitarfélaginu Skagafirði. Þetta er stór viðburður sem krefst mikil undirbúnings en gaman væri að geta hafið starf að hausti, eftir sumrfrí, með þingi sem þessu. Ef vel tækist til mætti endurtaka leikinn reglulega þar sem ætla má að umræðuefni og niðurstöður þinga sem þessa geti verið mmjög mótandi um málefni ungmenna í firðinum. Unnið áfram að hugmyndinni á næsta fundi.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 6. apríl kl. 15:45.
4. fundur
2. mars 2020 kl. 15:45-17:00
Ráðhúsinu Sauðárkróki
Fundinn sátu:
Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir (fulltrúi FNV)
Víkingur Ævar Vignisson (fulltrúi FNV)
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Katrín Ösp Bergsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi Árskóla)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Starfsmaður ráðsins: Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
1.
Ungmennaráð
a. Þorvaldur fór yfir reglur og hlutverk ráðsins. Ráðið sammála um að reglurnar þarfnist endurskoðunar þannig að skipunartíminn yrði lengri og að þess væri gætt að einunigs helmingur ráðsins væri að „ganga út“ hverju sinni.
b. Fundartímar fram að vori ræddir en samkvæmt núgildandi reglum á ráðið að hittast fjórum sinnum á skipunartíma sem ráðinu finnst of sjaldan, umræður um mál geta dregist óhóflega. Jafnframt getur liðið mjög langt á milli funda missi einhver úr fund. Nær væri að fjölga fundum í nýjum reglum. Fundatímar fram á vor ákveðnir, síðasti mánudagur í mánuði hverjum.
2.
Félagsstarf í frímínútum
a. Fulltrúar Varmahlíðarskóla töluðu um mikilvægi þess að aðstaða þeirra í frímínútum verði bætt, vantar sárlega poolborð og borðtennisborð. Fá tækifæri ýta þeim frekar í snjalltækin. Þorvaldur leggur fram áskorun á næsta fundi.
b. Búið að loka á skjávarpanotkun í frímínútum í Varmahlíðarskóla. Voru áður að nota skjávarpann til að spila Kahoot í frímínútum. Þorvaldur tekur að sér að kanna málið.
c. Fulltrúar FNV töluðu einnig um að þau skorti afþreyingu í frímínútum hjá sér. Fulltrúar skólans voru með hugmynd að staðsetningu. Nemendaráð skólans þarf að útbúa áskorun á skólann um úrbætur í þessu.
3.
Símabann GaV
a. Algjört bann við notkun síma í skólanum. Hefur komið ágætlega út. Fulltrúa skólans finnst þetta skila sér í meiri samskiptum við aðra nemendur.
4.
Körfuboltavöllur Varmahlíð
a. Fulltrúar Varmahlíðarskóla töluðu um hversu vel heppnuð framkvæmd nýs körfuboltavallar við skólann væri og hversu mikið hann væri notaður.
b. Fulltrúi GaV spurðist fyrir um hver staðan á velli fyrir Hofsós væri?
5.
Aparóla við GaV
a. Fulltrúi GaV velti því upp hvers vegna ekki væri búið að klára að setja upp aparólu við skólann á Hofsósi? Þorvaldur tekur að sér að kanna málið hjá framkvæmdasviði.
6.
Vinaliðar
a. Ekki sama fyrirkomulag með Vinaliðaleiki fyrir unglingana milli skólanna. Þorvaldur kannar muninn milli skóla er kemur að hádegisfrímínútum.
7.
Ungmennaþing
a. Mikill áhugi fyrir því að halda ungmennaþing ungs fólks í Sveitarfélaginu Skagafirði. Þetta er stór viðburður sem krefst mikil undirbúnings en gaman væri að geta hafið starf að hausti, eftir sumrfrí, með þingi sem þessu. Ef vel tækist til mætti endurtaka leikinn reglulega þar sem ætla má að umræðuefni og niðurstöður þinga sem þessa geti verið mmjög mótandi um málefni ungmenna í firðinum. Unnið áfram að hugmyndinni á næsta fundi.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 6. apríl kl. 15:45.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 276. fundur - 27.03.2020
Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs sveitarfélagsins frá 2. mars s.l. þar sem lagt er til að reglur um starfsemi ráðsins verði teknar til endurskoðunar. Frístundastjóra falið að vinna drög að nýjum reglum sem lagðar verða fram fyrir næsta fund. Samþykkt.
Ungmennaráð - 5. fundur - 08.04.2020
Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
5. fundur
8. apríl 2020 kl. 15:00-16:00
Fjarfundur
Fundinn sátu:
Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir (fulltrúi FNV)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi Árskóla)
Katrín Ösp Bergsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Starfsmenn ráðsins:
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri
1.
Lokun skóla á meðan samkomubann er í gildi
a. Starfsemi GAV hefur gengið vel og finna nemendur lítið fyrir banninu þar sem það hefur ekki haft nein áhrif á þeirra skóladag.
b. Fulltrúar Varmahlíðarskóla tala um að almennt hafi skólastarfið gengið vel, þó einhverja hluti hefði mátt skipuleggja betur.
c. Fulltrúa Árskóla finnst fyrirkomulagið hafa verið að ganga vel upp. Tekur þó eftir því að mæting hefur farið versnandi, hvað veldur gat hún ekki svarað.
d. 10. bekkingar hafa smá áhyggjur af námsmatinu og hver staða þeirra gagnvart framhaldsskólunum verður. Ekkert verið rætt við þau um umsóknir.
e. FNV hefur gengið vel. Þeim sem gengur illa að skipuleggja sig vegnar ekki vel og er þetta fyrirkomulag að sýna fram á mikilvægi þess að geta skipulagt sig vel. Aðhald hefði þurft að vera meira, hvort sem það hefði komið frá skóla eða frá heimilum.
2.
Ótti vegna Covid
a. Krakkar frekar vel upplýstir og ekki mikil hræðsla. Miðstig var svolítið að hræða þessa yngstu.
b. Margir sem festast við tölvuna utan skóla en ekkert alvarlegt að þeim finnst.
c. Þeir sem búa í svit hafa nóg fyrir stafni.
d. Nemendur innan FNV duglegir að nýta sér tæknina og hittast á Facetime.
e. Nemendur innan skólahópa mega hittast og hafa nemendur grunnskólanna verið að nýta sér það.
3.
Sumarvinna
a. Þeir sem hafa verið að vinna með skóla hafa einhverjir verið að missa vinnuna.
b. Almennt virðist viðkvæðið, bæði innan grunnskólanna og eins FNV, að nemendur eru lítið farnir að spá í vinnu fyrir sumarið.
c. Nemendur í Fljótum hafa áhyggjur með sumarvinnu þar sem búið er að loka á Deplum.
4.
Skólaslit FNV
a. Ekki endanlega komið hreint hvernig því verður háttað en hugmyndir eru uppi um að seinka þeim fram í ágúst eða hafa þau rafrænt. Í lok apríl verður kosið um nýja stjórn nemendafélags FNV, erfitt þar sem allt fer fram rafrænt.
5.
Skólaferðalög
a. Ekkert verið gefið upp um með hvaða fyrirkomulagi þau verða. Í Árskóla er hugmyndir um að fresta þeim fram yfir páska eða þá jafnvel að nemendur fái “endurgreitt?. Skýrist þegar nær dregur. Í Varmahlíð hefur umræðan verið á þá leið að seinka því til ágúst eða október, en ekki 11. maí, þ.e. í vetrarfríinu í október eða strax í byrjun skóla. Enn stefnt að utanlandsferð.
6.
Önnur mál
a. Frístundastjóra falið að senda þakkarbréf á skólastjórnendur vegna fyrirkomulags skólahalds á tímum samkomubanns.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 6. maí kl. 15:00.
5. fundur
8. apríl 2020 kl. 15:00-16:00
Fjarfundur
Fundinn sátu:
Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir (fulltrúi FNV)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi Árskóla)
Katrín Ösp Bergsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Starfsmenn ráðsins:
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri
1.
Lokun skóla á meðan samkomubann er í gildi
a. Starfsemi GAV hefur gengið vel og finna nemendur lítið fyrir banninu þar sem það hefur ekki haft nein áhrif á þeirra skóladag.
b. Fulltrúar Varmahlíðarskóla tala um að almennt hafi skólastarfið gengið vel, þó einhverja hluti hefði mátt skipuleggja betur.
c. Fulltrúa Árskóla finnst fyrirkomulagið hafa verið að ganga vel upp. Tekur þó eftir því að mæting hefur farið versnandi, hvað veldur gat hún ekki svarað.
d. 10. bekkingar hafa smá áhyggjur af námsmatinu og hver staða þeirra gagnvart framhaldsskólunum verður. Ekkert verið rætt við þau um umsóknir.
e. FNV hefur gengið vel. Þeim sem gengur illa að skipuleggja sig vegnar ekki vel og er þetta fyrirkomulag að sýna fram á mikilvægi þess að geta skipulagt sig vel. Aðhald hefði þurft að vera meira, hvort sem það hefði komið frá skóla eða frá heimilum.
2.
Ótti vegna Covid
a. Krakkar frekar vel upplýstir og ekki mikil hræðsla. Miðstig var svolítið að hræða þessa yngstu.
b. Margir sem festast við tölvuna utan skóla en ekkert alvarlegt að þeim finnst.
c. Þeir sem búa í svit hafa nóg fyrir stafni.
d. Nemendur innan FNV duglegir að nýta sér tæknina og hittast á Facetime.
e. Nemendur innan skólahópa mega hittast og hafa nemendur grunnskólanna verið að nýta sér það.
3.
Sumarvinna
a. Þeir sem hafa verið að vinna með skóla hafa einhverjir verið að missa vinnuna.
b. Almennt virðist viðkvæðið, bæði innan grunnskólanna og eins FNV, að nemendur eru lítið farnir að spá í vinnu fyrir sumarið.
c. Nemendur í Fljótum hafa áhyggjur með sumarvinnu þar sem búið er að loka á Deplum.
4.
Skólaslit FNV
a. Ekki endanlega komið hreint hvernig því verður háttað en hugmyndir eru uppi um að seinka þeim fram í ágúst eða hafa þau rafrænt. Í lok apríl verður kosið um nýja stjórn nemendafélags FNV, erfitt þar sem allt fer fram rafrænt.
5.
Skólaferðalög
a. Ekkert verið gefið upp um með hvaða fyrirkomulagi þau verða. Í Árskóla er hugmyndir um að fresta þeim fram yfir páska eða þá jafnvel að nemendur fái “endurgreitt?. Skýrist þegar nær dregur. Í Varmahlíð hefur umræðan verið á þá leið að seinka því til ágúst eða október, en ekki 11. maí, þ.e. í vetrarfríinu í október eða strax í byrjun skóla. Enn stefnt að utanlandsferð.
6.
Önnur mál
a. Frístundastjóra falið að senda þakkarbréf á skólastjórnendur vegna fyrirkomulags skólahalds á tímum samkomubanns.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 6. maí kl. 15:00.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 277. fundur - 25.05.2020
Lögð fram fundargerð 5. fundar Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða Ungmennaráði til fundar við sig á haustmánuðum.
Ungmennaráð - 6. fundur - 12.03.2021
Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
6. fundur
12. mars 2021 kl. 15:00-16:00
Fjarfundur
Fundinn sátu:
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi FNV)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi FNV)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Sigurður Snær Ingason (fulltrúi Árskóla)
Marsilía Guðmundsdóttir (fulltrúi Árskóla)
Lydís Einarsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Kristinn Örn Guðmundsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Starfsmenn ráðsins:
Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Sara Líf Guðmundsdóttir starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Friðar
1. Hlutverk
a. Frístundastjóri fór yfir hlutverk ráðsins. Endurskoðun á reglum ráðsins verður tekin fyrir á næsta fundi.
b. Fundatímar fram að sumri ræddir. Mikilvægt að halda þá oftar en nú er að finna í reglum. Stefnt að fundum á mánaðarfresti. Fyrsti miðvikudagur hvers mánaðar kl. 15-16.
2.
Umsögn um þingsályktun um lækkun kosningaaldurs
a. Ráðið hafði til hliðsjónar umsagnir umboðsmanns barna og tveggja annara ungmennráða og komst að eftirfarndi niðurstöðu:
„Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar komst að þeirri niðurstöðu að almennt eru ungmenni ekki tilbúin til þess að mynda sér svona veigamiklar skoðanir 16 ára gömul þar sem lítil fræðsla um þessi málefni fer fram á grunnskólaaldri. Þar má bæta úr, þar sem einn grunnþátta menntunnar í aðalnámskrár grunnskólanna er lýðræði og skólarnir þurfa að taka mið af því að barnanna bíður að taka þátt í lýðræðissamfélagi og að taka þátt í að móta samfélag sitt nær og fjær. Ráðinu finnst að réttur til þess að kjósa ætti að miðast við 18. aldursár en ekki við fæðingardag. Það eru til fleiri leiðir en kosningar fyrir ungmenni/börn til þess að koma sínum skoðunum á framfæri, t.d. ungmennaráð eða barna- og ungmennaþing innan sveitarfélaga. Kjörnir fulltrúar gætu líka boðað til funda með ungmennum/börnum og þannig fengið að heyra þeirra skoðanir. Með virku samtali á þessum vettvangi má ræða málefni sem snerta ungmenni/börn og þannig ættu skoðanir þeirra að komast til skila.“
3.
Ungmennaþing
a. Einsog fram kemur í umsögn ráðsins við frumvarpi um lækkun kosningaldurs, eru ungmenna-/barnaþing vettvangur fyrir þau til að koma sínum áherslum á framfæri. Mikill áhugi fyrir því að halda ungmennaþing ungs fólks í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stefnt að því að halda þing í september n.k. Unnið áfram að hugmyndinni á næsta fundi.
4.
Vinnuframboð fyrir sumarið
a. Fulltrúar ráðsins meta það svo að staðan sé nokkuð góð fyrir sumarið, bæði hvað þau sjálfa varðar og eins hjá öðrum ungmennum. EInna helst að lítið framboð verði í Fljótum.
5.
Framkvæmdir í sveitarfélaginu
a. Frístundastjóri fór yfir þær framkvæmdir sem bæði væru hafnar og eins fyrirhugaðar framkvæmdir.
6. Forvarnarmál
a. Frístundastjóri vill fá fulltrúa ráðsins á fundi forvarnarteymis þannig að skoðanir þess um áherslur í forvörnum og þeirra upplifun af því sem verið er að gera komist til skila.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 7. apríl kl. 15:00.
6. fundur
12. mars 2021 kl. 15:00-16:00
Fjarfundur
Fundinn sátu:
Óskar Aron Stefánsson (fulltrúi FNV)
Íris Helga Aradóttir (fulltrúi FNV)
Mikael Jens Halldórsson (fulltrúi GaV)
Sigurður Snær Ingason (fulltrúi Árskóla)
Marsilía Guðmundsdóttir (fulltrúi Árskóla)
Lydís Einarsdóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Kristinn Örn Guðmundsson (fulltrúi Varmahlíðarskóla)
Starfsmenn ráðsins:
Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
Sara Líf Guðmundsdóttir starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Friðar
1. Hlutverk
a. Frístundastjóri fór yfir hlutverk ráðsins. Endurskoðun á reglum ráðsins verður tekin fyrir á næsta fundi.
b. Fundatímar fram að sumri ræddir. Mikilvægt að halda þá oftar en nú er að finna í reglum. Stefnt að fundum á mánaðarfresti. Fyrsti miðvikudagur hvers mánaðar kl. 15-16.
2.
Umsögn um þingsályktun um lækkun kosningaaldurs
a. Ráðið hafði til hliðsjónar umsagnir umboðsmanns barna og tveggja annara ungmennráða og komst að eftirfarndi niðurstöðu:
„Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar komst að þeirri niðurstöðu að almennt eru ungmenni ekki tilbúin til þess að mynda sér svona veigamiklar skoðanir 16 ára gömul þar sem lítil fræðsla um þessi málefni fer fram á grunnskólaaldri. Þar má bæta úr, þar sem einn grunnþátta menntunnar í aðalnámskrár grunnskólanna er lýðræði og skólarnir þurfa að taka mið af því að barnanna bíður að taka þátt í lýðræðissamfélagi og að taka þátt í að móta samfélag sitt nær og fjær. Ráðinu finnst að réttur til þess að kjósa ætti að miðast við 18. aldursár en ekki við fæðingardag. Það eru til fleiri leiðir en kosningar fyrir ungmenni/börn til þess að koma sínum skoðunum á framfæri, t.d. ungmennaráð eða barna- og ungmennaþing innan sveitarfélaga. Kjörnir fulltrúar gætu líka boðað til funda með ungmennum/börnum og þannig fengið að heyra þeirra skoðanir. Með virku samtali á þessum vettvangi má ræða málefni sem snerta ungmenni/börn og þannig ættu skoðanir þeirra að komast til skila.“
3.
Ungmennaþing
a. Einsog fram kemur í umsögn ráðsins við frumvarpi um lækkun kosningaldurs, eru ungmenna-/barnaþing vettvangur fyrir þau til að koma sínum áherslum á framfæri. Mikill áhugi fyrir því að halda ungmennaþing ungs fólks í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stefnt að því að halda þing í september n.k. Unnið áfram að hugmyndinni á næsta fundi.
4.
Vinnuframboð fyrir sumarið
a. Fulltrúar ráðsins meta það svo að staðan sé nokkuð góð fyrir sumarið, bæði hvað þau sjálfa varðar og eins hjá öðrum ungmennum. EInna helst að lítið framboð verði í Fljótum.
5.
Framkvæmdir í sveitarfélaginu
a. Frístundastjóri fór yfir þær framkvæmdir sem bæði væru hafnar og eins fyrirhugaðar framkvæmdir.
6. Forvarnarmál
a. Frístundastjóri vill fá fulltrúa ráðsins á fundi forvarnarteymis þannig að skoðanir þess um áherslur í forvörnum og þeirra upplifun af því sem verið er að gera komist til skila.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 7. apríl kl. 15:00.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 288. fundur - 08.04.2021
Nefndin fagnar fundargerð Ungmennaráðs og samþykkir að boða ráðið til fundar strax í upphafi næsta skólaárs (september). Fundir með Ungmennaráði verði fastur liður á dagskrá félags- og tómstundanefndar. Nefndin tekur jafnframt jákvætt í að boðað verði til ungmennaþings þar sem kjörnir fulltrúar og fulltrúar unga fólksins ræða málin.
Ungmennaráð - 7. fundur - 28.04.2021
1.
Fundargerð fél- og tóm
a.
Frístundastjóri fór yfir fundargerð síðasta fundar félags- og tómstundanefndar. Þar er stefnt að því að halda ungmennaþing í byrjun næsta skólaárs.
2.
Íþróttahús á Hofsósi
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við íþróttahús á Hofsósi. Frístundastjóri mun afla upplýsinga og kynna á næsta fundi.
3.
Sundlaugin á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðu mála er kemur að viðhaldi á sundlauginni á Sólgörðum. Frístundastjóri svaraði því til að verið væri að vinna að endurbótum á lagnakerfi til að tryggja rekstur laugarinnar.
4.
Skólahúsnæðið á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við skólahúsnæðið á Sólgörðum. Frístundastjóri mun afla upplýsinga og kynna á næsta fundi.
5.
Tónlistar-/æfingaaðastaða á Sauðárkróknum
a.
Mikið af tónlistarunnendum sem vantar aðstöðu til að spila og jafnvel taka upp. Margir að vinna einir heima en væri gott að mynda tengsl og efla þá sem eru að vinna í þessu.
b.
Þarf að uppfæra tæknina. Athuga með aðstöðuna, ekki spennandi að vera innanum yngri krakka. Mætti hugsanlega vera opnun á öðrum tíma en hjá þeim yngir og eins mætti kanan hvort koma mætti upp sér aðgangi að utan í þessa aðstöðu.
c.
Fá utanaðkomandi aðila til að stoða með uppsetningu á aðstöðunni.
6.
Fríar tíðarvörur
a.
Til umræðu var fundargerð Byggðaráðs frá 31.03. s.l. þar sem Byggðaráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi þess að unnt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði að fríum tíðavörum frá og með haustinu 2021. Ungmennaráð tekur undir samþykkt Byggðaráðs en leggur áherslu á að það þarf að huga að ýmsum þáttum við útfærslu lausnar.
7.
Reglur um Ungmennaráð - endurskoðun
a.
Frístundastjóri fór yfir núverandi reglur Ungmennaráðs og lagði til breytingar á þeim. Tillögur lagðar fyrir félags- tómstundanefnd til samþykktar.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 26. maí kl. 15:00.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 289. fundur - 03.05.2021
Fundargerð 7. fundar Ungmennaráðs lögð fram og rædd.
Ungmennaráð - 8. fundur - 26.10.2021
1.
Fundatímar
a.
Ákveðið að fundatímar skuli vera síðasti þriðjudagur hvers mánaðar milli kl. 16:00-17:00. Þó ákveðið að boða annan fund að tveimur vikum liðnum vegna dræmrar mætingar á þennan fund.
2.
Fundargerðir fél- og tóm
a.
Frístundastjóri fór yfir helstu mál sem höfðu verið til umræðu á síðustu fundum. Vinna við fjárhagsáætlun væri í gangi og því væri mikilvægt að koma málum á framfæri, ef einhver væru, sem hefðu í för með sér einhver kostnað. Verður tekið nánar fyrir á næsta fundi.
3.
Samgöngumál - snjómokstur
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum hvernig snjómokstri á að vera háttað í dreifbýlinu og tekur þar dæmi af mokstri síðustu vetra í Fljótunum. Frístundastjóri mun kanna málið og svara á næsta fundi.
4.
Sundlaugin á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV segir breytingar á opnunuartíma vetrarins vera til bóta.
5.
Skólahúsnæðið á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við skólahúsnæðið á Sólgörðum. Hefur ákveðnar áhyggjur vegna seinagangs við að hefja framkvæmdir. Frístundastjóri mun afla upplýsinga og kynna á næsta fundi.
6.
Ungmennaþing og skuggakosningar
a.
Hugmynd að skuggakosningu, vegna sveitastjóranarkosninga n.k. vor, samhliða ungmennaþingi rædd. Mikill áhugi fyrir því að vera með kosningar. Stefnt að kosningu í grunnskólunum og FNV.
7.
Fundur með Félags- og tómstundanefnd
a.
Frístundastjóri mun finna fundartíma með Ungmennaráði og félags- og tómstundanefnd og boða ráðið með góðum fyrirvara.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 9. nóvember kl. 16:00.
Fundatímar
a.
Ákveðið að fundatímar skuli vera síðasti þriðjudagur hvers mánaðar milli kl. 16:00-17:00. Þó ákveðið að boða annan fund að tveimur vikum liðnum vegna dræmrar mætingar á þennan fund.
2.
Fundargerðir fél- og tóm
a.
Frístundastjóri fór yfir helstu mál sem höfðu verið til umræðu á síðustu fundum. Vinna við fjárhagsáætlun væri í gangi og því væri mikilvægt að koma málum á framfæri, ef einhver væru, sem hefðu í för með sér einhver kostnað. Verður tekið nánar fyrir á næsta fundi.
3.
Samgöngumál - snjómokstur
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum hvernig snjómokstri á að vera háttað í dreifbýlinu og tekur þar dæmi af mokstri síðustu vetra í Fljótunum. Frístundastjóri mun kanna málið og svara á næsta fundi.
4.
Sundlaugin á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV segir breytingar á opnunuartíma vetrarins vera til bóta.
5.
Skólahúsnæðið á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við skólahúsnæðið á Sólgörðum. Hefur ákveðnar áhyggjur vegna seinagangs við að hefja framkvæmdir. Frístundastjóri mun afla upplýsinga og kynna á næsta fundi.
6.
Ungmennaþing og skuggakosningar
a.
Hugmynd að skuggakosningu, vegna sveitastjóranarkosninga n.k. vor, samhliða ungmennaþingi rædd. Mikill áhugi fyrir því að vera með kosningar. Stefnt að kosningu í grunnskólunum og FNV.
7.
Fundur með Félags- og tómstundanefnd
a.
Frístundastjóri mun finna fundartíma með Ungmennaráði og félags- og tómstundanefnd og boða ráðið með góðum fyrirvara.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 9. nóvember kl. 16:00.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 297. fundur - 14.12.2021
Kynnt var fundargerð Ungmennaráðs frá 26. október s.l. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða Ungmennaráðinu til fundar í janúar n.k.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið dagskrár
Félagsmála- og tómstundanefnd - 8. fundur - 19.01.2023
Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs frá 15. desember s.l. Í reglum Ungmennaráðs segir m.a. að Ungmennaráð skuli vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Skagafirði. Félagsmála- og tómstundanefnd áréttar mikilvægi þess að leitað sé til Ungmennaráðs með þau mál sem þau varðar og hvetur aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins til þess að vísa málum til ráðsins til umsagnar. Raddir ungs fólks eiga að hafa vægi við alla ákvarðanatöku sem þau snertir í sveitarfélaginu. Sýn þeirra á málin er oft önnur sem nauðsynlegt er að fá fram í aðdraganda ákvarðanatöku. Það er jafnframt ábyrgð og skylda sveitarfélagsins samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að skapa vettvang til að virkja raddir ungmenna og stuðla að ákvörðunartöku þeirra í málefnum tengdum þeim. Nefndin samþykkir að bjóða Ungmennaráðinu til fundar á næstunni.
2. fundur starfsárið 2017-2018
5. febrúar 2018 kl. 16:15-17:30
í Ráðhúsinu Sauðárkróki
Fundinn sátu:
Telma Ösp Einarsdóttir, formaður (fulltrúi UMSS)
Júlía Agar Huldudóttir, varaformaður (fulltrúi GaV)
Birta Líf Hauksdóttir (fulltrúi Árskóla)
Þórður Ari Sigurðsson (fulltrúi Árskóla)
Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og íþróttamála
Vala Hrönn Margeirsdóttir starfsmaður Húss frítímans
1. Frístundastrætó
a.Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti hugmynd sína um að geyma allar tillögur um auknar ferðir frístundastrætó þar til gervigrasvöllur á Sauðárkróki yrði tekinn í gagnið, þar sem líklega mun hann kalla á auknar æfingar og þá spurning hvort því fylgi ekki aukin ásókn ungmenna annars staðar að úr firðinum.
2. Aukið samstarf ( búa til skjal)
a. Rætt um mikilvægi aukins samstarfs meðal ungmenna í firðinum og hvernig best væri að standa að því. Fyrstu skref eru að koma á sameiginlegum samráðsvettvengi milli fulltrúa í ráðinu.
b. Forstöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að stofna sameiginlegt vinnuskjal, Google docs, og hvetja fulltrúa til að vera virka í að koma hugmyndum og athugasemdum sínum þar á framfæri.
3. Vinadagurinn
a.Meira samráð verður haft við ungmenni við skipulag dagsins haustið 2018. Vala Hrönn verður í sambandi við Ungmennaráðið í aðdraganda dagsins.
4. Aukin aðkoma ungmenna að málefnum sem að þeim snúa / sem þau varðar
a. Mikilvægt að valdefla ungmenni í firðinum og leitað til þeirra þegar málefni sem þau varðar eru til umræðu, t.d. að fulltrúi ráðsins séu boðaðir á fundi forvarnarteymis þegar málefni sem þau snertir eru til umræðu.
5. Ungmennaráð SSNV
a. Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti fyrirhugaða stofnun Ungmennaráðs SSNV. Ungmennráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekjur jákvætt í hugmyndina og mun sækjast eftir aðkomu að stofnun þess.
6. #MeeToo
a. Umræða skapaðist um #MeeToo byltinguna þar sem fulltrúar ráðsins ræddu mikilvægi þess að byltingin yrði útskýrð betur fyrir ungu fólki í firðinum. Hvað stæði að baki þessu. Sýnir aftur hversu mikilvægt er að ungmenni séu höfð með í ráðum þegar málefni sem okkur öll snertir eru til umfjöllununar en eru kannski ekki nógu skýr fyrir þeim.
7. Önnur mál:
a. Unglingarnir í GaV fá hvergi að vera ein. Það er þeirra upplifun að alls staðar sé staðið yfir þeim. Það er þeirra upplifun að þeim sé ekki treyst. Þau eru að velta fyrir sér hvort þetta tengist á einhver hátt Olweus? Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála falið að kanna málið.
b. Umræður um það hvaða reglur gilda innan skólanna er kemur að klæðnaði. Eru einhverjar klæðaburðareglur innan skólanna og ef svo er, eru þær þá samræmdar? Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála falið að kanna málið.
c. Hvaða reglur gilda um nemendur á skólalóðinni, þ.e. mega nemendur fara af skólalóðinni á skólatíma? Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála falið að kanna málið.
d. Mætti vera meiri fræðsla í kynjafræði og næringarfræði. Þessum ábendingum verður komið til skila til deildarstjóra grunnskólanna.
e. Þurfum að eyða staðalímyndum. Gera einhvers konar átak í þessu. Þarft málefni sem vinna má með innan félagsmiðstöðvarinnar Friðar, grunnskólanna og FNV. Forvarnarteymi sveitarfélagsins mun einnig ræða þetta á næsta fundi sínum.
Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 5. mars kl. 16:15.
Fundi slitið kl. 17:30