Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Undir þriðja lið sátu einnig fulltrúar Ungmennaráðs þau Mikael Halldórsson, Íris Aradóttir og Óskar Stefánsson.
1.Verðmat Víðimýri 4
Málsnúmer 2203274Vakta málsnúmer
Lagt fram verðmat á íbúð nr. 103 að Víðimýri 4, Sauðárkróki, F2132468.
Samkvæmt lögum nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, á Sveitarfélagið Skagafjörður forkaupsrétt á íbúðum í sveitarfélaginu sem féllu undir þau lög.
Í 88. grein laganna segir m.a. ,,Um greiðslu til seljanda fer með eftirfarandi hætti skv. umræddri lagagrein: Við kaup á íbúðinni skal seljandi fá endurgreitt það fjármagn sem hann lagði fram við kaup íbúðarinnar og þær afborganir sem hann hefur greitt af láni Byggingarsjóðs verkamanna frá því kaupsamningur var gerður.
Við greiðslur þessar bætast verðbætur samkvæmt vísitölu lánskjara frá greiðsludegi til söludags. Einnig skal seljandi íbúðarinnar fá endurgreiddar þær endurbætur sem hann hefur gert á fasteigninni að mati húsnæðisnefndar byggðu á reglum húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds. Til frádráttar greiðslu til seljanda kemur fyrning, vanræksla á viðhaldi, lausaskuldir og ógreidd gjöld. Fyrning reiknast 1% af framreiknuðu verði íbúða fyrir hvert ár. Vanræksla á viðhaldi er metin af húsnæðisnefnd í samræmi við reglur húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds.“
Verðmat endurbóta byggir á mati verkfræðistofunnar Stoðar sem framkvæmt var þann 11. febrúar 2022 að viðstöddum fulltrúum kaupanda og erfingja seljanda. Upphæð kaupverðs er byggð á 88. grein laga nr. 97/1933 og er að viðbættu mati á endurbótum, skv. ofangreindu 12.968.550 krónur. Greiðsla til seljanda er framangreint kaupverð að frádregnum áhvílandi lánum, fasteignagjöldum, húsgjöldum og sölukostnaði.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir kaup eignarinnar í samræmi við ofangreint verðmat.
Samkvæmt lögum nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, á Sveitarfélagið Skagafjörður forkaupsrétt á íbúðum í sveitarfélaginu sem féllu undir þau lög.
Í 88. grein laganna segir m.a. ,,Um greiðslu til seljanda fer með eftirfarandi hætti skv. umræddri lagagrein: Við kaup á íbúðinni skal seljandi fá endurgreitt það fjármagn sem hann lagði fram við kaup íbúðarinnar og þær afborganir sem hann hefur greitt af láni Byggingarsjóðs verkamanna frá því kaupsamningur var gerður.
Við greiðslur þessar bætast verðbætur samkvæmt vísitölu lánskjara frá greiðsludegi til söludags. Einnig skal seljandi íbúðarinnar fá endurgreiddar þær endurbætur sem hann hefur gert á fasteigninni að mati húsnæðisnefndar byggðu á reglum húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds. Til frádráttar greiðslu til seljanda kemur fyrning, vanræksla á viðhaldi, lausaskuldir og ógreidd gjöld. Fyrning reiknast 1% af framreiknuðu verði íbúða fyrir hvert ár. Vanræksla á viðhaldi er metin af húsnæðisnefnd í samræmi við reglur húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds.“
Verðmat endurbóta byggir á mati verkfræðistofunnar Stoðar sem framkvæmt var þann 11. febrúar 2022 að viðstöddum fulltrúum kaupanda og erfingja seljanda. Upphæð kaupverðs er byggð á 88. grein laga nr. 97/1933 og er að viðbættu mati á endurbótum, skv. ofangreindu 12.968.550 krónur. Greiðsla til seljanda er framangreint kaupverð að frádregnum áhvílandi lánum, fasteignagjöldum, húsgjöldum og sölukostnaði.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir kaup eignarinnar í samræmi við ofangreint verðmat.
2.Trúnaðarbók félags-og tómstundanefndar 2022
Málsnúmer 2201082Vakta málsnúmer
Eitt mál tekið fyrir og samþykkt.
Þorvaldur Gröndal og Erla Hrund komu á fundinn að loknum dagskrálið eitt og tvö.
3.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 2203288Vakta málsnúmer
Fulltrúar ungmennaráðs, Mikael Halldórsson, Íris Aradóttir og Óskar Stefánsson, komu á fund nefndarinnar. Fundarpunktar verða sendir til byggðarráðs til umfjöllunar. Nefndin þakkar mjög góðan fund og óskar ungmennaráði alls hins besta.
Fundi slitið - kl. 17:30.