Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Rekstrarstaða 06-málaflokks fyrsta ársfjórðung 2010.
Málsnúmer 1005100Vakta málsnúmer
2.Skíðasvæðið - áframhaldandi samstarf
Málsnúmer 1004123Vakta málsnúmer
Félags - og tómstundanefnd vísar erindinu til nýrrar sveitarstjórnar.
3.Notendastýrð heimaþjónusta - minnisblað
Málsnúmer 1005184Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra og tillaga um afmarkað og tímabundið verkefni í heimaþjónustu fyrir fatlaða sem stýrt yrði af viðkomandi notanda sjálfum. Nefndin felur starfsmönnum að undirbúa tillögu að slíku tilraunaverkefni og leggja fyrir nefndina að loknum kosningum með það fyrir augum að það gæti farið í gang með haustinu.
4.Þakkir til starfsmanna Fjölskylduþjónustu
Málsnúmer 1005199Vakta málsnúmer
Nefndin þakkar starfsmönnum Fjölskylduþjónustunnar , Félagsmála-og Frístundasviða, fyrir vel unnin störf og gott samstarf á kjörtímabilinu.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Frístundastjóri, íþróttafulltrúi og forstöðumaður Húss frítímans kynna rekstrarniðurstöðu málaflokksins fyrstu 4 mánuði ársins. Reksturinn hefur gengið samkvæmt áætlun.