Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Dagvist aldraðra 10 ára
Málsnúmer 0809014Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað forstöðumanns dagvistar. Afmæli dagvistar er þann 20. nóvember. Félags- og tómstundanefnd felur forstöðumanni að vinna að undirbúningi og framkvæmd á grundvelli framkominna tillagna.
2.Beiðni um bætta aðstöðu dagforeldra
Málsnúmer 0805005Vakta málsnúmer
Fyrir liggur beiðni dagmæðra frá í vor um aðkomu sveitarfélagsins að betri starfsaðsöðu þeirra. Félagsmálastjóra og formanni falið að funda með dagmæðrum.
3.Landsfundur jafnréttisnefnda sept 08
Málsnúmer 0809021Vakta málsnúmer
Boð Mosfellsbæjar til landsfundar 18. og 19. september lagt fram. Ákveðið að þeir fulltrúar sem sjá sér fært mæti.
4.Leikvellir á Sauðárkróki - óskir um úrbætur.
Málsnúmer 0806053Vakta málsnúmer
Erindi dagmæðra dags. 16.6.08, stílað til félags- og tómstundanefndar,var sett í farveg hjá tæknideild og umhverfisnefnd. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur látið gera úttekt á öllum leikvöllum og er nú að meta stöðuna.
Félags- og tómstundanefnd óskar eftir að fá upplýsingar frá umhverfisnefnd um framvindu málsins og að fá áætlun um uppbyggingu leiksvæða til umsagnar þegar þar að kemur. Formanni og félagsmálastjóra falið að upplýsa dagmæður um gang mála.
Félags- og tómstundanefnd óskar eftir að fá upplýsingar frá umhverfisnefnd um framvindu málsins og að fá áætlun um uppbyggingu leiksvæða til umsagnar þegar þar að kemur. Formanni og félagsmálastjóra falið að upplýsa dagmæður um gang mála.
Fundi slitið - kl. 11:15.