Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Málefni dagmæðra
Málsnúmer 0901057Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál
Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer
Lagt fram yfirlit um útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar janúar til maí 2009 ásamt samanburði við sömu mánuði 2008.
Fyrirsjáanleg er umtalsverð aukning í útgjöldum til þessa málaflokks. Því er sýnt að fjárhagsaðstoðin fer fram úr fjárhagsáætlun, líkt og aðrir styrkjaliðir t.a.m. húsaleigubætur.
Fyrirsjáanleg er umtalsverð aukning í útgjöldum til þessa málaflokks. Því er sýnt að fjárhagsaðstoðin fer fram úr fjárhagsáætlun, líkt og aðrir styrkjaliðir t.a.m. húsaleigubætur.
3.Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum
Málsnúmer 0906041Vakta málsnúmer
Lagt fram.
4.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
Rætt um fjárhagsáætlun sundlaugar á Sólgörðum. Formaður greinir frá fundi fulltrúa meirihlutans, formanns byggðarráðs og forseta sveitarstjórnar með íbúum í Fljótum um málefni laugarinnar. Formaður leggur til, ef mögulegt er skv. skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, að stefnt verði að því að opna Sundlaugina að Sólgörðum eins fljótt og unnt er eftir viðgerðir sem gera þarf á lauginni. Nefndin felur starfsmönnum Frístundasviðs að leita enn frekar hagræðinga í rekstri málaflokksins þannig að lækkunin verði sú sem áður var ákveðið, 2.630.000.-
Fundi slitið - kl. 12:40.
Fyrir liggja upplýsingar frá tæknisviði að unnið hafi verið í samvinnu við dagmæður um betrumbætur á leiksvæði milli Skagfirðingabrautar og Hólavegar, með leiktækjum sem henta ungum börnum. Virðast þau mál í farvegi. Áfram er unnið að endurbótum á leikvöllum skv. matsskýrslu þar um og áætlun til lengri tíma.
Dagmæðrum stendur til boða afmarkaður aðgangur að lóðum leikskóla að höfðu samráði við viðkomandi leikskólastjóra og þeim stendur til boða að nýta aðstöðu í Húsi frítímans eins og þær hafa óskað eftir.
Með þessum aðgerður telur nefndin að komið hafi verið til móts við dagmæður sbr. viðræður við þær undanfarna mánuði.