Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

120. fundur 19. febrúar 2008 kl. 09:15 - 11:15 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Samningur um akstur heimsending matar

Málsnúmer 0802035Vakta málsnúmer

Lagður fram endurnýjaður samningur fyrir árið 2008 við Júlíus Þórðarson og Rósu Adolfsdóttur um akstur á heimsendum mat.
Samnigurinn samþykktur og honum vísað til Byggðarráðs

2.Samningur um akstur Dagvist aldraðra

Málsnúmer 0802034Vakta málsnúmer

Lagður fram endurnýjaður samningur fyrir árið 2008 við Júlíus Þórðarson og Rósu Adolfsdóttur um akstursþjónustu fyrir Dagvist aldraðra árið 2008.
Samningurinn samþykktur og honum vísað til Byggðarráðs

3.Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum

Málsnúmer 0801062Vakta málsnúmer

Á fjárhagsáætlun fyrir 2008 var samþykkt að veita auknu fé til niðurgreiðslu dagvistunar barna á einkaheimilum til að jafna kostnað foreldra sem eiga börn á leikskólum og þeirra foreldra sem kaupa vistun hjá dagforeldrum.
Til að ná fram ofangreindu markmiði er samþykkt breytt 6. gr. reglna um niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum:
"Upphæð niðurgreiðslu miðast við þann vistunartíma sem foreldrar kaupa í daggæslu, að hámarki 8 tíma daglega. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir foreldra sem eru giftir eða í sambúð er kr. 230 (var kr. 125) fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 40.480 á mánuði (var 21.650) og fyrir foreldra sem eru einstæðir eða báðir í námi er kr. 290 (var kr. 158) fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 51.040 (var 26.700) á mánuði. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði)." Gildir hækkunin frá 1. febrúar 2008. Samþykkt og vísað til Byggðarráðs.

4.Umsókn um rekstrarstyrk 2008

Málsnúmer 0802040Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Stígamóta um rekstrarstyrk árið 2008.
Synjað

5.Umsókn um rekstrarstyrk 2008

Málsnúmer 0802039Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi, um styrk árið 2008.
Samþykkt að veita 100.000 kr. styrk til Aflsins árið 2008. Greiðist af gjaldalið 02890

6.Umsókn um rekstrarstyrk 2008

Málsnúmer 0802038Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Kvennaathvarfsins um styrk árið 2008.
Samþykkt að veita 50.000 kr styrk árið 2008 af gjaldalið 02890

7.Umsókn um styrk vegna starfs á Löngumýri

Málsnúmer 0802037Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Félags eldri borgara um húsaleigustyrk til starfs á Löngumýri kr. 90.000 fyrir árið 2008.
Samþykkt. Greiðist af gjl.02400

8.Umsókn um styrk til Félags eldri borgara í Skagafirði

Málsnúmer 0802036Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Félags eldri borgara um rekstrarstyrk kr. 400.000 fyrir árið 2008.
Samþykkt, greiðist af gjl.02400

9.Umsókn um leyfi til að starfa við daggæslu á einkaheimili

Málsnúmer 0802067Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Huldu Gísladóttur, Fellstúni 14, um leyfi til að starfa sem dagforeldri. Samþykkt leyfi fyrir 4 börn, skv. reglugerð nr. 907/2005

10.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 0802068Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir umsóknum.
Samþykkt tvö erindi í tveimur málum

11.Auglýsing: Umsókn v. 13. Unglingalandsmóts UMFÍ

Málsnúmer 0801064Vakta málsnúmer

María Björk Ingvadóttir kom á fundinn.
Guðmundur Þór Guðmundsson, formaður UMSS, mætti á fundinn og gerði grein fyrir samþykkt UMSS á síðasta ársþingi um hug sambandsins að sækja um að 13. unglingalandsmót UMFÍ árið 2010 verði haldið hér í tilefni af 100 ára afmæli sambandsins. Fer sambandið fram á stuðningsyfirlýsingu sveitarfélagsins vegna umsóknarinnar.
Nefndin felur frístundastjóra að undirbúa málið til ákvörðunar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 11:15.