Fara í efni

Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum

Málsnúmer 0801062

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 118. fundur - 21.01.2008

Lagðar fram tillögur félagsmálastjóra að nýrri gjaldskrá. Afgreiðslu frestað.

- Gunnar Sandholt vék af fundi.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 120. fundur - 19.02.2008

Á fjárhagsáætlun fyrir 2008 var samþykkt að veita auknu fé til niðurgreiðslu dagvistunar barna á einkaheimilum til að jafna kostnað foreldra sem eiga börn á leikskólum og þeirra foreldra sem kaupa vistun hjá dagforeldrum.
Til að ná fram ofangreindu markmiði er samþykkt breytt 6. gr. reglna um niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum:
"Upphæð niðurgreiðslu miðast við þann vistunartíma sem foreldrar kaupa í daggæslu, að hámarki 8 tíma daglega. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir foreldra sem eru giftir eða í sambúð er kr. 230 (var kr. 125) fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 40.480 á mánuði (var 21.650) og fyrir foreldra sem eru einstæðir eða báðir í námi er kr. 290 (var kr. 158) fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 51.040 (var 26.700) á mánuði. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði)." Gildir hækkunin frá 1. febrúar 2008. Samþykkt og vísað til Byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 423. fundur - 21.02.2008

Vísað frá félags- og tómstundanefnd. Afgreiðslu frestað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008

Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 423. fundi byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008

Afgreiðsla 120. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 222. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 424. fundur - 28.02.2008

Vísað frá félags- og tómstundanefnd. Byggðarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 136. fundur - 20.01.2009

Rætt um aukna niðurgreiðslu vegna systkina í gæslu hjá dagforeldri. Fyrir liggur minnisblað félagsmálastjóra dags. 20.01.2009.
Nefndin samþykkir að hlistæðar reglur gildi um systkinaafslátt vegna niðurgreiðslna vegna daggæslu barna hjá dagforeldrum og gilda á leikskólum. Félagsmálastjóra falið að útfæra fyrirkomulag reglna þar að lútandi með hliðsjón af þeim ákvörðunum sem gilda munu um leikskólana.