Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

150. fundur 27. október 2009 kl. 09:00 - 11:55 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir Frístundastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Ramminn hljóðar uppá 261.000.000.- Við óbreyttar forsendur, verðbólguþróun, launahækkanir og rekstur nýs mannvirkis þyrfti málaflokkurinn að hækka verulega. Rekstur nýrrar sundlaugar á Hofsósi er áætlaður 11,3 milljónir á ári. Innri leiga í málaflokknum hækkar um tæpar 5 milljónir, launakostnaður og vörukaup um 2,6 milljónir. Frístundastjóri leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun sem rúmast innan rammans og felur í sér mikla hagræðingu í rekstri, hækkun á tekjum , lækkun á styrkjum og breytingu/skerðingu á þjónustu.

Lagt er til við Byggðaráð að 6,0 milljónir króna af styrk Framkvæmdasjóðs aldraðra til Húss frítímans verði notaðar til að ganga frá þeim verkþáttum sem ekki var lokið við áður en Húsið var opnað.

Jafnframt er óskað eftir því að þær 2 milljónir sem teknar voru úr rekstrinum og lagðar í stofnkostnað Hússins verði teknar af styrknum vegna rekstrarársins 2009.

Óskað er eftir því við Byggðaráð að innri leiga frá skóla til íþróttamannvirkis í Varmahlíð verði færð til samræmis við aðra grunnskóla í sveitarfélaginu.

Lagt er til við Byggðaráð að gjaldskrá 06 málaflokksins hækki um 5-10%.

Félags-og tómstundanefnd leggur til að opnunartími Sundlaugarinnar á Hofsósi verði virka daga frá kl. 7-11 og 17-20. Helgaropnun verði alls 8 klst. Nánari útfærsla falin íþróttafulltrúa.

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að draga úr styrkjum til æskulýðs-og íþróttamála um 2,3 milljónir. Jafnhliða er þess farið á leit við Byggðaráð að vísitölutengdur samningur við Flugu hf. verði endurskoðaður með það að markmiði að lækka kostnað til samræmis við lækkanir á öðrum styrkjum.

Félags-og tómstundanefnd telur að með þessu móti sé staðið vörð um grunnþjónustu í málaflokknum og vísar henni samhljóða til Byggðaráðs.

2.Drög að skýrslu, ástandsskoðun hreinsikerfa í sundlaugum

Málsnúmer 0910069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:55.