Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

149. fundur 20. október 2009 kl. 13:30 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Félags- og tómstundanefnd kjör formanns 09

Málsnúmer 0910074Vakta málsnúmer

Varaformaður, Elinborg Hilmarsdóttir, leggur til að Sveinn Allan Morthens, verði kjörinn formaður.

Samþykkt

2.Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Málsnúmer 0910071Vakta málsnúmer

Samþykkt bráðabirgðaleyfi til daggæslu tveggja barna á einkaheimili fyrir Sunnu Dís Svansdóttur, Víðimýri 10. Öll tilskilin gögn liggja fyrir.

3.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykkt byggðaráðs og ramma að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana.

Ákveðið að taka fjárhagsáætlun frístundamála fyrir á næsta fundi, þriðjudaginn 28. október, og félagsmála á aukafundi síðar.

4.Námskeið fyrir dagmæður 2009

Málsnúmer 0910068Vakta málsnúmer

Samþykkt að veita 200.000 kr til lögbundins námskeiðs fyrir dagforeldra. Greiðist af gjaldalið 02890.

5.Heimsending matar - heimaþjónusta

Málsnúmer 0910070Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóra og forstöðumanni heimaþjónustu falið að vinna drög að endurskoðuðum reglum um heimaþjónustu, þ.m.t. heimsendingu matar.

Fundi slitið - kl. 15:45.